Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.1995, Blaðsíða 54

Læknablaðið - 15.07.1995, Blaðsíða 54
564 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 Óskar Reykdalsson Ortópedísk medisín Meinafræði Frumur líkamans breytast með aldrinum. Við 20-25 ára aldur fara vöðvafrumur líkam- ans að verða viðkvæmari. M er einstaklingum hættara við vandamálum frá stoðkerfinu vegna minni hreyfigetu, eymsla og krampa (1). Hrörnun er vandamál í stoðkerfi þar sem oft verða skemmdir sem ekki lækn- ast eins og best verður á kosið. Við það skerðast gæði vefsins og annar heilbrigður vefur tek- ur yfir starf hins sjúka. Á þann hátt skapast auðveldlega mis- ræmi sem veldur auknu álagi á heilbrigðan vef. Þetta er að sjálfsögðu mikilvægt að vita til að skapa ekki meiri skemmdir með rangri meðferð. Rann- sóknir hafa sýnt að aukin spenna í vöðvum veldur efna- breytingum sem leiða til verkja. Það leiðir síðan til vefrænna breytinga í vöðvanum (2). Reynslan sýnir að langvarandi spenna í vöðva (í lengri tíma en sex vikur) getur valdið varan- legum verkjum, sem mjög erfitt getur verið að lækna. Sjúklegar breytingar í liðum, slitgigt, bólgur eða slys gefa skilaboð til miðtaugakerfisins. Höfundur er sérfræðingur í heimilslækn- ingum, starfar við heilsugæslustöð í Falun í Svíþjóð og er í hlutastarfi við Hálsoin- vest í Sandviken (ort med institut). Á sama hátt koma skilaboð frá sinum og Iiðböndum þegar hreyfigeta hinna ýmsu liða í baki er aukin eða skert. Þessi skilaboð fara til miðtaugakerfis- ins sem minnkar hreyfingar í viðkomandi liðum. Þetta veldur oft eymslablettum, verkjum og andlegri vanlíðan, sem geta síð- an aukið vandamálið frá stoð- kerfinu (vítahringur). Dæmi um sjúklegt ástand í hendi, sem unnt er að lækna með ortópedískri medisín Hreyfigeta handarinnargetur verið skert vegna læsingar eða liðhlaups og getur þá minnihátt- ar liðkun (mobilisering) réttra beina gefið góðan árangur. Við slys eins og úlnliðsbrot grær upprunanlega brotið á nokkr- um vikum. Þrátt fyrir það getur starfsemi handarinnar verið skert, til dæmis minnkuð hreyfi- geta eða verkir. Ef staðfest er minnkuð hreyfigeta í sjálfum liðnum, getur liðkun hjálpað verulega. Til eru sjúklingar með langvarandi verkjaástand í hendi þar sem ekkert sjúklegt sést við geislagreiningu og allar blóðprufur eru eðlilegar. Þeir geta jafnvel verið svo þjáðir að þeir hafa ekki getað skrifað í mörg ár. Þessum sjúklingum getur verið hægt að hjálpa veru- lega með vöðvateygjum, liðkun og losun (manipulering) á rétt- um liðum. Verulegur bati kem- ur oft eftir fyrstu meðferðina. Gnípubólga (epicondylitis) er sjúklegt ástand í hendi, þar sem ortópedísk medisín getur oft hjálpað. Venjulega er um að ræða sinarbólgu (tendinitis) í vöðvum sem festast á handar- bein, svo sem ext. carpi radialis, ext. carpi ulnaris og ext. dig. communis. Fyrsta meðferð get- ur verið hvíld og lyf. Dugi það ekki má hefja sprautumeðferð. Ef einkenni koma aftur og aftur eða fyrri aðferðir duga ekki, geta vöðvateygjur og þvernudd gefið góðan árangur. Þeim sem hafa aðrar orsakir fyrir oln- bogaverkjum, eins og spennu í m. ext. indicis, pronator syndr- ome og svo framvegis, hjálpar sprauta í gnípuna að sjálfsögðu ekki. Verkir vegna skertra hreyfinga í handarbeinum geta líkst gnípubólgu og þá er með- ferðin að liðka rétt handarbein og teygja að minnsta kosti þá vöðva sem festast á það handar- bein. Hvað er ortópedísk medisín Vöðvabólgur og bakverkir hrjá marga. Á undanförnum ár- um hafa þróast nýjar aðferðir til að hjálpa þessum stóra hópi sjúklinga. Ein af þessum að- ferðum er ortópedísk medisín. I henni felst nákvæm líffæra- fræðileg og starfræn sjúkdóms-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.