Læknablaðið : fylgirit - 01.09.1987, Side 15

Læknablaðið : fylgirit - 01.09.1987, Side 15
10 HAFA BÖÐ í BLÁA LÓNXNU ÁHRIF Á PSORIASIS? Guðjón Macrnússcn, Vilborg Incfólfs— dóttir, Hans Jakob Beck og Guðmundur Sigurðsson. Landlæknisembættið, Laugaveg 116, Reykjavík. Talið er að um 6000 íslendingar hafi einhver einkenni um psoriasis. Margvís- leg meðferð er í boði þar á meðal ferðir til sólarlanda í lækningaskyni því vitnast hefur um jákvæð áhrif saltvatnsbaða og sólarljóss á psoriasis. Eftir að Bláa lónið myndaðist fyrir nokkrum árum hafa margir einstaklingar baðað sig þar og talið sig fá bót af. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvort reglubundin böð í 4-5 vikur í Bláa lóninu hefðu bætandi áhrif á psoriasis. Tilgátur voru þrjár: 1) Böðin bæta líöan að mati sjúklings. 2) Böðin lina einkenni að mati húðsjúkdómalæknis. 3) Böðin minnka notkun húðstera. Efniviður og framkvæmd: Sjálfboöaliöar með psoriasis sem voru ljósmyndaðir og skoðaðir af lækni fyrir og eftir rannsókn. Var þátttakendum gert að baða x 4-6 í viku. Niðurstöður: 27 hófu þátttöku en 21 luku rannsókninni. Niðurstöður styðja tilgátu um betri líðan að mati sjúklinga sjálfra. Mat lækna var að almenn líðan væri betri og afhreistrun góð svo og grynning yrði á útbrotum. Roði var hins vegar óbreyttur eða verri hjá 2/3 þátttakenda. Sýnilega dró úr notkun húöstera. Ályktun: Um er að ræða forkönnun með sjálfboðaliðum. Niðurstööur gefa vísbendingu xim jákvæð áhrif baða í Bláa lóninu. Framhaldsrannsókn er vel á veg komin. 11 SVÆÐISBUNDIN RANNSÓKN Á SÝKLALYFJANOTKUN. Guðjón Magnússon, Halldór Jónsson, Ágúst Oddsson og Jóhann Á. Sigurðsson. Læknadeild Háskóla íslands, Sigtúni 1, Reykjavík og Heilsugæslan, Strandgötu 8-10, Hafnarfirði. íslenskir læknar ávísa mun meira af sýklalyfjum en kollegar á Norðurlöndunum. Ástæður eru ókunnar. Ein hefur verið talin vera hlutfallslega meiri fjöldi bama hér á landi og að tíðni sýkinga hjá þeim er hærri. Aðferðir og efniviður: Frá 1.-15. apríl 1986 var safnað inn öllum lyfseðlum frá lyfjabúðum og sjúkrasamlögum fyrir íbúa á Suðurnesjum og í Hafnarfirði. Allar lyfjaávísanir á sýklalyf (J01 og J03 í sérlyfjaskrá) voru skráðar þ.e. lyfjaheiti, styrkleiki, magn og skömmtun, aldur og kyn sjúklings og læknanúmer. Við útreikninga var notaður svo kallaður ákvarðaður dagskammtur (DDD = Defined Daily Dose) frá Norrænu lyfjanefndinni. Niðurstöður: 1180 einstaklingum var ávísað sýklalyfjum (656 konur og 524 karlar) af samtals 120 læknum. Heilsugæslu- og vaktlæknar ávísuðu 79% sýklalyfja. Algengast var Ampicillin (40%). Til 14 ára og yngri fóru 35% ávísana en ef tekiö er mið af dagskömmtum er sýklalyfjanotkun lægst í aldurshópnum 5-14 ára. Ályktun: Tilgátan að hluti skýringa á meiri notkun sýklalyfja hér á landi sé hærra hlutfall barna stenst ekki. Verulegur munur er á ávísanavenjum heilsugæslulækna á rannsóknarsvæðinu. 15

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.