Læknablaðið : fylgirit - 01.09.1987, Qupperneq 18

Læknablaðið : fylgirit - 01.09.1987, Qupperneq 18
Stuðnings leitað við íðorðasafn lækna Eins og læknum er kunnugt hefur síðastliðin tíu ár verið unnið að undirbúningi íðorðasafns lækna. Útgáfa einstakra stafkafla ensk-íslenska hlutans hófst 1986. Ætlunin er að Ijúka þessum hluta útgáfunnar fyrir 75 ára afmæli Læknablaðsins svo sem hér segir: Stafkaflinn A kom út í júlí 1986 Stafkaflinn B kom út í október 1986 Stafkaflinn C kom út í febrúar 1987 Stafkaflinn D kom út í mars 1987 Stafkaflinn E kom út í maí 1987 Stafkaflarnir F og G eru væntanlegir í október, H, I, J og K í desember, L og M ífebrúar 1988, N og O í apríl 1988, P í ágúst, Q og R í október, S ídesember, T, U og V í febrúar 1989 og X, Y og Z í maí 1989. Til þess að þessi áætlun fái staðist, þarf jafnan að vera handbært fé til þess að greiða starfsmanni Orðanefndar læknafélaganna og einnig síaukinn tölvu- kostnað. Þess vegna er skorað á þá lækna sem ekki hafa ennþá gerst áskrifendur að greiða fulla áskrift krónur 2.000 - tvöþúsund krónur - til Orðabókarsjóðsins, skrifstofu læknafélaganna, Domus Medica. 18

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.