Innsýn - 01.03.1974, Qupperneq 3
Ólík tungumál munu ekki hindra
samræöur1 þeirra sem hittast á
þessu hafi; ekki munu þjóö-
ernistilfinningar heldur
spilla sambúö; og landhelgis-
deilur veröa þar óþekkt fyrir-
bæri.
Þeir sem safnast saman á
þessu umrædda hafi, munu verða
uppteknir af stórfenglegri og
mikilvægari hugsunum en þeim
sem fýlgja slíkum hlutum. Hugir
þeirra munu verða uppfyllir af
’fögnuði og ólvsanlegri^hamingju,
og þessi gleði mun brjótast
fram í fögrum, samstilltum og
voldugum lofsöng.
Sá lofsöngur mun beinast ac
Konungi konunganna, Bjargi
aldanna, Höfundi og fullkomnara
trúar okkar - til Jesú Krists,
dýrlegustu persónu alheimsins,
Þakklæti þeirra jarðarbúa
sem munu fyrir náð Guðs, sitt
eigið val og staðfestu og hina
ómetanlegu fórn Frelsarans,
standa á þessu hafi í lok
núverandi mannkýnssögu, mun
vart eiga sér nokkur takmörk.
Þær tilfinningar sem fram
að þeim tíma munu hafa bærzt
í brjóstum þeirra, munu verða
sem skuggi samanbornar við'þær
tilfinningar sem þá munu streyma
um vitund þeirra, því að allir
sem í lok stórfenglegustu geim-
ferðar veraldarsögunnar, standa
á glerhafinu (Op. 15,2.) og í
áður óþekktri hrifningu taka
undir í söng Móse og söng
Lambsins, munu verða gagntekntr
af þeirri unaðslegu hugsun, að
þessi atburður mun marka áþreif-
anleg og örugg endalok þjóninga,
sorgar og dauða og um leið upphaf
óviðjafnanlegrar framtíðar
þar sem plánetan Jörð verður
aftur meðlimur í samstilltum og
órjúfanlegum alheimi og þar sem
jarðarbúar munu eiga hamingjurík
samskipti við ófallnar verur
og fá um alla ókomna framtíð
að skyggnast inn í, skilja og
njóta hluta sem nú eru þeim
leynd.ardomar.
AH.
mnsýn