Innsýn - 01.03.1974, Side 4
mns\TL
Hversvegna
innsýn
9
Sá á kvölina sem á völina,
segir máltækiö og reyndust þaö
orö aö sönnu í þetta sinn. Aö
velja eitt nafn af meira en eitt
hundraö tillögum, sem margar
voru góöar og gátu því vel
komið til greina, var ekki auö-
velt verk.
Sá háttur var hafður á við val
nafnsins, aö hver meölimur
ritstjárnarinnar merkti viö 30
nöfn, sem honum fannst helst
koma til greina. Enginn vissi
hvaöa nöfn hinir völdu fyrr
en listarnir voru bornir saman.
Aö því búnu fór hver í sitt
hórn á ný og minnkaði listann
síöan niöur í 10 nöfn og
gaf hann síðan nverju nafni stig
þannig að efsta nafn á hverjum
lista hlaut 10 stig, það næsta
stig, o.s.frv.
Nokkrar atkvæöagreiðslur fóru
fram með þessum hætti, og sí-
fellt fækkaöi þeim nöfnum, sem
til greina komu, þar sem aðeins
var kosið um þau nöfn, sem
flest atkvæði hlutu hverju sinni.
Alla tíð var veriö að grand-
skoöa hvert nafn, kanna túlkun
þess, boðskap og möguleika.
Mörg nöfn komu ekki til greina
þar sem þau eru þegar í eigu
annarra blaöa á íslandi. Önnur
fóru ekki nó^u vel í munni,
eða aö bau tulkuðu ekki nógu
vel markmið æskulýðsdeildar-
innar.
Það skal tekið fram, að þessi
leit, sem stóö yfir vikum saman
með tilheyrandi fundahöldum í
ritstjórninni, fór fram með
einlægu og bænaríku hugarfari
allra aðila. Áður en endanleg
ákvörðun var tekin, var leitað
til fjölmargra annarra aðilja
utan ritstjórnarinnar, og einnig
voru gerðar skoðanakannanir á
meðal ungs fólks í söfnuðunum
í Reykjavík, á Suðurnesjum og
austan fjalls, um viðbrögð
þess við ýmsum tillögum. Þessar
kannanir leiddu í ljós þá
staðreynd, að ekkert eitt nafn
virtist vera öðru vinsælla.
Þaö varð því hlutskipti rit-
stjórnarinnar að taka af skarið.
Öll ritstjórnin stendur heils-
hugar um það nafn, sem blaðið
nú ber. Tillagan var lögð
fyrir stjórn samtakanna,
sem samþykkti hana einróma.
Til gamans má geta þess, að ekki
komust allar tillögur ritstjórn-
armanna hátt á blaö. Til dæmis
má nefna, að eina tillaga
ritstjórans varð eftir úti I
kuldanum.
Innsýn er fremur stutt og
laggott nafn. Það fer vel í
munni. Sem nafn á málgagni
æskulýös, tulkar það þörf fólks
á betn ínnsýn i máiefm nú-
tímans. Einnig er rátt að
benda á þá staðreynd, aö unga
fólkið yfirleitt vill aö eldra
fólkið sýni sér meiri skilning,
þ.e.a.s. að það hafi meiri innsýn
í vandamál o^ áhugamál hinna
yngri. Innsyn mun leitast við
að brúa þetta kynslóðabil.
Það vakti athygli ritstjórn-
arinnar, hve margar tillögurnar
virtust túlka hið sama, sbr.
Innsýn, Sálarsýn, Augsýn, Land-
sýn, Vlðsjá, Ratsjá, Glætan,
Ljósið, Kyndill, Geislinn,
Hugurinn, o.s.frv. Við nánari
athugun má finna allt að 30
tillögur, sem leitast við að
túlka leitandi þrá fólks eftir
betri upplýsingum, eða innsýn
í menn og málefni. Kvenkyns-
nafnorðið innsýn þýðir einmitt
innsæi, djúpur skilningur.
Innsýn er líka andlegt nafn,
sem hefur möguleika til að
flytja lesendum sínum kröftugan
boöskap. Meö Biblíuna að
grundvelli sínum, getur blaðið
vei.tt lesendum sínum innsýn í
framtíðina og veitt fólki von
í dimmum og miskunnarlausum
heimi.
Innsýn býður upp, á ýmsa góða
möguleika til hönnunar, en það
er einnig þýðingarmikið atriði
sem vert er að hafa í huga.