Innsýn - 01.03.1974, Síða 7
A&ventístar
a
r
SJO
Eftir STEINÞÓR ÞÓRÐARSON
Sjöunda-dags aöventistar
hafa aö sjálfsögöu sjöunda dag
vikunnar í heiðri sem hvíldar-
dag. Þann dag ganga þeir ekki
að venjulegum störfum, heldur
halda kyrru fyrir samkvæmt
fjórða boðorði Guðs. Af þessari
ástæðu hafa ýmsir álitið, að
átilokað væri fyrir aðventista
að stunda sjómennsku, þar sem
nútíma fiskveiðar virðast kref-
jast þess, að þær séu stundaðar
alla daga, þegar gefur á sjó,
án tillits til hvíldardaga.
Og þó hafa aðventistar skrifað
merkan kafla í sjósóknarsögu
þjóðarinnar, sem rétt er að vekja
athygli á, ekki síst vegna yngri
meölima safnaðarins, en sumir
þeirra hafa varla stigið fæti
á skipsfjöl um ævina. Ritstjóri
blaðsins fór því á stúfana ný-
lega og hafði tal af ymsum sjo-
mönnum safnaðarins fyrr og síðar.
Hann vildi gjarnan öðlast meiri
innsýn í þessa viðleitni safnaðar-
meðlima til sjálfsbjargar og
öflunar tekna í þjóðarbúið.
Eftirfarandi upplýsingar eru
engan veginn tæmandi, enda r.áðist
ekki í alla þá, sem frætt
gætu lesendur um sjómennsku
aðventista. Einnig ber að taka
ártöl og aðrar tölur með varúð
þar sem sumir heimildamanna
treystu sér 'ekki til að full-
yrða nákvæmlega um slík atriði
í sumum tilvikum. Það sem hér
fer á eftir er byggt á upp-
lýsingum frá Sveinbirni Einars-
syni, Magnúsi Helgasyni, Guð-
steini Þorbjörnssyni, Inga Sig-
urðssyni, Þórði Stefánssyni,
ðlafi önundarsyni og Þorsteini
Sigurðssyni.
Þegar O.J.Olsen, þáverandi
forstöðumaður safnaðarins á
íslandi, kom til Vestmannaeyja
árið 1923 létu nokkrir sjómenn
þar sannfærast um gildi þess
boðskapar er hann kynnti þeim.
Það ár gerðust þeir Sjöunda-dags
aðventistar, og ári síðar var
söfnuður stofnaður í Vestmanna-
eyjum.
Strax bar á erfiðleikum með
atvinnu fyrir sjómenn safnaðarins,
þar sem hvíldardagshelgihald
þeirra takmarkaði sjósóknarmögu-
leika þeirra. Olsen hvatti þa
viðkomandi aðila til að stofna
félag um útgerð.
7
innsýn