Innsýn - 01.03.1974, Page 23
Hjónin Helga Guðmundsdóttir og
Brynjar Halldórsson, Ytri-
Njarðvík, eignuðust telpu 1.
febrúar s.l. Hér er um myndar-
legustu hnátu að ræða, enda
14 1/2 mörk að þyngd og 53 cm á
lengd. Þau eiga 5 ára dreng
fyrir, Guðmund að nafni. INN3YN
færir foreldrunum beztu hamiryjju-
óskir af þessu tilefni.
Knn hefur Biblíubréfaskólinn
fært út kvíarnar. Að þessu
sinni með nýjum námsflokki í
söguformi, alls 21 kafli, og
er hann sérstaklega saminn
fyrir ungt fólk. Námskeiðið,
sem er ókeypis, ber nafniö
1 BLÖMA LIFSINS og er hér I
rauninni um bráðskemmtilega og
viðburðarrlka sögu að ræða.
Þegar hafa margir látið inn-
rita sig í þetta námskeið.
Blaðið hvetur alla, eldri sem
yngri, til að endurnýja kynni
sín við Bók bókanna á þennan
hátt. Sjá nánar auglýsingu á
baksíðu blaðsins.
Kkki er ráð nema í tíma sé tekið,
segir máltækið. Undirbúningur að
ungmennamótinu £ sumar er því
hafinn, þar sem nýskipuð móts-
nefnd hefur þegar hafið störf.
Nefndina skipa Árni Hólm frá Ár-
nessöfnuði, Gunnar Sigurðsson frá
Reykjavíkursöfnuði, Erla Guð-
mundsdóttir frá Suðurnesjasöfnuði,
Jóhann E. Jóhannsson frá Vest-
mannaeyjasöfnuði, og æskulýðs-
leiðtoginn, Steinþór B. Þóröarson.
Mótstíminn er ákveðinn 21.-28.
júlí. Nefndin hefur þegar komið
auga á heppilegan mótsstað, en
endanleg ákvörðun um mótsstaðinn
verður birt í næsta blaði. ímis
áform eru á prjónunum til að gera
mótið fjölbreytilegt og skemmti-
legt. Fylgist vel msð nánari
fréttum í INNSYN af undirbúningi
mótsnefndar, og leggjum öll kapp
á, að sumarleyfin okkar nái að
minnsta kosti yfir mótstímann,
I sumar er áformað að starfrækja
sumarbúðir á Hlíðardalsskóla.
Verða þæx' fyrir 10-12 ára börn,
og er áformað að hafa tvo hópa.
Fyrri hópurinn b.yrjar dvöl sína
1.8, júní, en hinn seinni 2.júlí.
Er hér um að ræða 12 daga dvöl í
hvort sinn. Nánari upplýsingar
verða gefnar í næsta blaði.
Nokkur ungmenni hafa verið mjög
áhugasöm um að innrita félaga
slna til þátttöku I hinum nyja
námsflokki Biblíubréfaskólans.
Til dæmis hefur einn mennta-
skólanemandi innritað yfir 30
skólafélaga sína.
FRÁ NEWBOLD
Enskunám og sumarleyfi á Newbold
College I Englandi fara mjög vel
saman. Sumarnárnskeiðið verður
frá 2. júlí til 31. júlí n.k.
Tækifæri gefast til ferðalaga
vlða um Suður-England. Skólinn
er skammt frá London. Skrifið
eftir upplýsingum til:
Dr. A.J. Woodfield
Summer School Director
Newbold College,
Berks., England.
Í9
innsýn