Innsýn - 01.09.1977, Síða 3
Steinþór Þórðarson
3
frá ritstiórninnri
”En
þetta
er
svona”
."En þetta er svona'"
Ég stóð fyrir framan
hóp af ungu fólki, táningum,
og virti fyrir mér andlit
þeirra. Einlægnin og ákaf-
inn leyndu sér ekki. Þau
meintu það sem þau sögðu.
Og af því að þeirra hjart-
ans sannfæring var sú, að
þetta væri svona, þá hlyti
að vera í lagi, og réttlæt-
anlegt, að sjá það og heyra.
Við vorum að ræða sjón-
varpsþátt nokkurn, sem hef-
or verið á skjánum að
undanförnu. Ég hafði gagn-
rýnt viss atriði, sem ég
var ekki r neinum vafa um,
að væru eyðileggjandi fyrir
hverja þá sálu, sem gerði
sér far um að lifa sig inn
í þau, jafnvel þótt slíkt
gerðist daglega á meðal
fólks.
Mannvonska, manndráp,
framhjáhald hjóna, slægð og
sviksemi af hvaða tagi sem
er, allt eru þetta raun-
verulegir og mjög svo tíðir
atburðir á meðal okkar
mannanna.
En hvort sem um er að
ræða raunverulega atburði,
eða aðeins eftirlíkingar
þeirra, hafa þeir óhjákvæmi-
lega áhrif á alla þátttak-
endur, jafnvel þótt þeir
séu aðeins áhorfendur eða
áheyrendur. Og þegar inn
í atburðarrásina er fléttað
synd af ýmsu tagi, hljóta
hugsanir áhorfenda (og
áheyrenda) að snúast um
hið sama. Því meira sem
áhorfendur dvelja við slíkt
efni, því mengaðra hlýtur
hugarfar þeirra, og jafn-
vel líferni, að verða.