Innsýn - 01.09.1977, Blaðsíða 11
11
Hinir trúföstu skírskot-
uðu einnig til þeirra engla
sem þegar höfðu sameinast
uppreisnarhópnxmi. Þeir þrá
báðu þá um að koma aftur til
sín.
"Hlustið ekki á LÚsifer,
sögðu þeir. "Hann blekkir
ykkvu:. Hann segir ykkur
ekki sannleikann."
Margir af fylgjendum
Lúsifers íhuguðu aðvaranir
hinna trúföstu engla. Þeir
voru um það bil að snúa aft-
ur yfir í flokk Guðs. En
sumir af leiðtogxim uppreisn-
ar englanna sáu hvað var að
gerast, og þeir flýttu sér
til aðalstöðva LÚsifers með
þessar fréttir.
"Lúsifer, LÚsiferT Hvað
eigum við að gera? Guðs-
sinnar eru að tala til
margra úr okkar hópi og þeir
eru að yfirgefa okkur."
"Eigið þið við að okkar
fylgjendur hlusti í raun og
veru á þá og skipti um skoð-
un?"
"Já, herral Stórir hóp-
ar hafa þegar látið sannfær-
ast um það að við höfum á
röngu að standa, og þeir
vilja snúa aftur til Guðs ef
þeir geti verið vissir um að
Hann vilji fyrirgefa þeim."
LÚsifer bjó sig til að-
gerða strax. "Þetta er
alvarlegt," sagði hann. "
"Það lítur út fyrir að þetta
sé verkefni sem ég verð
sjálfur að sjá xmi."
Við skulum ímynda okkur
að hann hafi komið síðan að
hópi engla sem höfðu rétt í
þessu verið að tala um þessa
hluti.
"Mér hefur verið sagt að
þið séuð um það bil að yfir-
gefa málefni okkar. Vissu-
lega eruð þið ekki svo
heimskir að gefast upp' Og
þar að auki mun Guð ekki
taka við ykkur aftur."
"Hlustið ekki á hann,"
sögðu hinir trúföstu englar
ákafir. "Hann er að blekkja
ykkur. Guð elskar sín eigin
börn og hann er fús að taka
við þeim aftur."
"Þeir vara ykkur við því
að hlusta á mig," hreytti
Lúsifer út úr sér. "Hver
hefur verið næstur hásætinu
- þeir eða ég? Svo hver
ætti að vita meira um áform
Guðs - þeir eða ég? Þeir
hreinlega láta sér ekki nógu
annt um ykkar hag til þess
að berjast fyrir réttindum
ykkar eins og ég geri."
Síðan breytti hann vim
málróm og talaði mjúklega
til þeirra. "Myndu þið trúa
því að ég hafi sjálfur eitt
sinn næstum því gefið allt
upp á bátinn? Ég næstum
því ákvað að það væri alls