Innsýn - 01.09.1977, Blaðsíða 31
23
**e,e*en ég er ovanur
Eftir Ted Pettit
Þegar þú gerðist aðvent-
isti varst þú svo hamingju-
samur að þú vildir segja
öllum sem þú mættir frá Jesú
og að hann kæmi aftur. Það
getur verið að þú skiljir
hvorki upp né niður þegar
einhver spyr þig um þýðingu
hornanna txu í 12.kap.Op-
iriþerunarbókarinnar, en þú
veist, já þú ert SA13NFÆRÐUR
um að spádómarnir eru sann-
ir. Meira að segja,gætir þú
gefið frá þér bæklinga allan
liðlangan daginn, og verið
hlaðinn kjörorðxim eins og
til dæmis "brostu - Guð
elskar þig" frá hvirfli til
ilja.
En einn góðan veðurdag
uppgötvar þú alvöru lífsins.
Þarna kemur presturinn þinn
til þín, brosandi út að
eyrum, og segir: "ÞÚ hefur
öðlast merkilega reyrslu, já
stórkostlega." ÞÚ kinkar
kolli, ánægður, óafvitandi
um það hvert erindi prests-
ins raunverulega sé. Og á
meðan þú stendur þarna og
kinkar kolli, heldur hann
áfram og segir: "Vilt þú
gefa vitnisburð þinn á æsku-
lýðssamkomunni næsta hvíldar-
dag? Þakka þér fyrir, ég
vissi að ég gæti reiknað með
þér.' "
Og þarna stendur þú einn
eftir gapandi eins og gull-
fiskur á þurru, en loksins
færðu málið á ný og þrífur
í safnaðarþjón sem á leið
framhjá þér og segir vió
hann: "Segðu mér, hvað er
vitnisburður?"
"Ju, þu bara stendur upp
fyrir framan nokkur hundruð
manns og segir þeim allt um
það hvernig þú tókst á móti
Drottni."
"Ég! styn ég upp. "Ég
að standa fyrir framan allt
þetta fólk, og tala...."
"Já, já, þér mun ganga
virkilega vel."
Og þarna stendur þú einn
eftir eins og dæmdur maður,
og horfist i augu við langa
viku, hræðilega martröð, sem
nær fram að úrslitastund.