Innsýn - 01.09.1977, Blaðsíða 35
27
heimilishald, bílaþvott-
ur o.s.frv.) 17 1/2 klst.
Hve margir safnaðarmeð-
lima okkar skyldu gefa klst
á dag til að vitna fyrir
Guð? Margir meðlima okkar
í söfnuðinum hafa öðlast
mikla blessun af því að gefa
Guði tíunda hlutann af öllum
tekjum sínum. En hvað um
það að skila Guði tíunda
hluta tímans sem hann hefur
gefið okkur? Ein klst á
dag er aðeins hluti af þeim
tíu prósentum. Að sjálf-
sögðu mundi þetta verða í
viðbót við þann tíma sem við
verjum til andlegrar iðkunn-
ar sjálf. Það er hugsanlegt
að okkur hafi yfirsést eitt-
hvað sem hefði getað orðið
okkxir sjálfum til mikillar
blessunar bæði sem einstakl-
ingum og sem söfnuði.
Þeir eru mjög fáir á með-
al okkar í dag sem hafa fund-
ið þá ábyrgð að gefa Guði
fyrir þjónustu hans prósentu
af þeim dýrmæta tíma sem
hann hefur gefið þeim. í
preststarfi mínu hefi ég
hitt hundruði leikmanna sem
hafa sagt mér að það væri
þeim ómögulegt að taka tíma
til að vinna kristniboðs-
starf fyrir Guð. Þeir skír-
skota til þeirrar ábyrgðar
sem þeir hafa við að ala upp
börnin sín, að reyna að lifa
sómasamlegu lífi, eins og
nágrannarnir gera, og að
halda stöðu sinni í samfél-
aginu. "Ég get ekki látið
endana ná saman," segja þeir.
■ÍÉg verð að sinna tveimur
störfum, til að auka á
tekjur mínar svo að ég geti
séð fyrir þörfum fjölskyldu
minnar." "Ég hefi unnið
dag og nótt til að afla fjár
til að sinna öllum skyldum
mínum." Og svo halda þeir
áfram að lifa í sama öng-
þveitinu undir stöðugum
þrýstingi. Þeir virðast
aldrei hafa nægan tíma.
Og svo er það hinn hóp-
urinn. Þeir hafa tíma
fyrir Guð. Þeir hafa
tíma fyrir fjölskyldur sínar.
Þeir hafa jafnvel tíma fyrir
sjálfan sig. Guð virðist
blessa þá og þeir geta látið
endana ná saman. Ég þekki
persónulega marga leikmenn
sem hafa á árangursríkan
hátt leyst vandamálið með
tíma. Leiðin til þess að
nota tímann hvað best er að
biðja og vinna.
Eftir V.W.Schoen leikmanna-
ritara aðalsamtakanna.