Innsýn - 01.09.1977, Blaðsíða 33
25
segir hún við mig "er þér
sama þó ég fái mér siga
rettu?"
Já, ef þú reykir get ég
ekkert farið að banna þér
það. En hins vegar þá var
mér ekkert vel við það því
það var ekki leyfilegt inni
á herbergjum. En sagði
henni eins og var fyrst við
værum í hennar herbergi þá
myndi hún bera ábyrgðina á
þessu.
Þá segir hún mér til mik-
illar undrunar "en þú ert
aðventisti."
"já, ég er það en
hvers vegna segirðu þetta."
"Jú sérðu allir þeir
aðventistar sem ég þekki
finnst ég vera bara eitthvað,
já ekki þeim samboðin af því
ég reyki og smakka vín"
Svo var það eitt kvöld að
við fórum út að ganga í
yndislega góðu veðri. Þetta
var um 11 leytið. Þá hittum
við þrjá stráka og þeir fara
að tala við okkur og hún
þekkti þá eitthvað. Þeir
voru með bjór af einhverju
tagi og buðu okkur. Ég
sagði nei takk en hún fékk
sér. Þeir buðu okkur líka
í partý og hún sagði að vió
myndum athuga það. Svo á
heimleiðinni fer hún að
spyrja mig hvort ég vilji
nú ekki koma með. En ég
sagði henni eins og var að
ég hefði ekki áhuga á því.
Svo segir hún "þú ert ein-
kennilegur aðventisti".
Það kom fát á mig og ég
hugsaði að nú hef ég sagt og
gert eitthvað rangt svo hún
missir það litla álit sem
hún hefur á aðventistum.
"já þú ert allt öðruvísi
aðventisti en þeir sem ég
hef kynnst. NÚ ert þú búin
að sjá mig reykja og drekka
og þú talar samt við mig ei
eins og áður"
"Já, hvers vegna ætti ég
ekki að gera það. Ég get
ekki dæmt þig en ég get
frekar hjálpað þér að hætta
þessu og segja þér að ég
geri þetta ekki vegna þess
ég veit þetta er ekki hollt
og gott og ég ráðlegg þér
eindregið aðhætta þessu en
ég get ekki bannað neitt,
þetta er aðeins ráðlegging."
Það sem hefur angrað mig
aðallega er hvort þessi orð
mín hafa verið röng. Átti
ég að gera eins og hún sagði
að sumir aðventistar gerðu
að snúa við henni bakinu
Hef ég virkilega eyðilagt
eitthvað fyrir öðrum með
þeirri aðferð sem ég notaði?
Hvernig á að bregðast við
svona löguðu?