Innsýn - 01.09.1977, Side 4
«1
Það er skiljanlegt að
óharðnaðir unglingar átti
sig ekki á þessari hættu,
sérstaklega ef þeir hafa
vanist því, að foreldrar
þeirra hafa tamið sér slíkt
tómstundaefni. Og ekki er
við öðru að búast, en að
hinir ungu taki sér í
munn sömu útskýringar og
hinir eldri nota, til að
réttlæta áhuga þeirra á
því, að lifa sig inn í
atburðarrásina á skjánum,
i kvikmyndinni, í bókinni,
í tímaritinu, o.s.frv.
Sem sé, "Þetta er svona.'"
Hér er rétt að nema
staðar til íhugunar og
spyrja beinskeyttra
spurninga. Er það þá full-
komnlega gott og rétt að
gerast óbeinir þátttakendur
í atburðarrás, hversu slæm
og syndsamleg sem hún kann
að vera, eingöngu vegna
þess, að hún er í samræmi
við raunveruleikann? Þegar
einstaklingur sækist eftir
slíku efni, hefur hann þá
ekki ánægju af því? Er þá
ekki sá hinn sami farinn að
eltast við syndina, að gæla
við hana?
Sannkristið fólk hefur
löngiom talið f jarstæðu-
kenndan skáldskap, þar sem
imyndunaraflinu er gefinn
laus taumurinn, óverjandi.
Þessu er ég sammála. En
sé þetta slæmt, er það þá
ekki ennþá verra þegar hið
illa, sem er þó raunveru-
legt, eða jafnvel eftirlík-
ingar þess, er orðið að
eftirsóttu tómstundaefni
fólks sem telur sig vera
kristið?
Mín persónulega afstaða
í þessu máli er þessi: í
stað þess að velja mér synd-
samlegt sjónvarpsefni (eða
annað tómstundaefni) vegna
þess að "þetta sé svona,"
þá kýs ég að hafna hinu
sama einmitt vegna þess að
þetta er svonal
Unga fólkið í dag er
söfnuðurinn á morgun. Ef
það lætur menga huga sinn
og líferni með því tóm-
stunda og skemmtiefni sem
heimurinn þrýstir að því í
dag, mun söfnuðurinn á
morgun verða mengaður af
synd. Hins vegar, ef æskan
hafnar mengun af völdum
syndarinnar og berst á móti
henni, mun morgundagurinn
leiða fram hreinan söfnuð.
Þegar brúðgiominn kemur
til að sækja brúði sína,
mun hún vera hrein af allri
synd.