Innsýn - 01.09.1977, Blaðsíða 7
f
7
boðið að setjast þar niður.
Það leið ekki á löngu þar
til hann var farinn að segja
mér sögu sína. Hann og
eiginkona hans höfðu átt að-
eins eitt barn, 18 ára gamla
dóttur sem hafði verið nem-
andi í háskólanum í Texas.
Fyrir fjórum vikum hafði hún
komið heim í jólaleyfi. Á
leiðinni var henni boðið að
gista hjá kunningjum yfir
nótt en því hafnaði hún og
sagði að sér finndist eitt-
hvað segja sér að hún ætti
að flýta sér heim.
Morguninn eftir að hún
kom heim kallaði móðir henn-
ar á hana niður í borðstofu
til að fá sér morgunverð.
En þegar hún kom ekki eftir
þriðja kall fór móðir hennar
upp í herbergi til hennar
og komst þá að raun um að
hún hafði dáið í svefni.
Hér sat hjá mér einmana
faðir djúpt særður í hjarta
sínu yfir missi dóttur sinn-
ar. Hann hafði ekki enn
fundið það sem hjarta hans
leitaði að. Við sátum þarna
og töluðum hljóðlega saman
langa stund.
Það voru aðeins fáeinir
mánuðir síðan ég hafði
sjálfur fylgt föður mínum til
grafar. Fersk voru í minni
mínu fyrirheit Drottins eins
og til dæmis þau sem er að
finna í jóh.11,25 og l.Þess.
4,13-14.
Það rifjaðist líka upp
fyrir mér lítil reynsla
fyrir skömmu þar sem ég sat
í klefa mínum i járnbrauta-
lestinni þar sem hún fór
skyndilega í gegnum jarðgöng
ein í Nýju Mexíkó og ég
óskaði þess ákaft að faðir
minn hefði getað verið hjá
mér til þess að njóta þess
fagra útsýnis sem ég naut
þarna. En allt í einu varð
allt svart. Við höfóum
skyndilega haldið inn í
jarðgöng. Um hríð sat ég
sem lamaður. Eftir all marg-
ar mínútur varð skyndilega
bjart á ný. Við höfðum komið
út úr hinum enda ganganna og
skyndilega rifjuðust upp
fyrir mér orðin í l.Kor.15,
52.
Þarna vorum við tveir
verslxanarmenn og ræddum
saman hljóðlega og skeyttum
engu um glamrið i diskunum
frá nálægum borðum, hávað-
ann x kassa gjaldkerans,eða
stöðugan klið margra radda
umhverfis okkur.
Þegar við skildum að lok-
um tók þessi nýi vinur minn
þéttingsfast í hendi mína og
ég gat séð hlýju og nýja von
í augum hans.
32