Innsýn - 01.09.1977, Qupperneq 21

Innsýn - 01.09.1977, Qupperneq 21
Ekki leið á löngu áður en William var búin að koma af stað sápufyrirtæki og var farin að græða peninga. Alveg frá byrjun var hann nákvæmur með að setja txunda hluta af ágóða. sínum til hlið- ar fyrir Guð, eins og Biblían kenndi honum að gera. Árin liðu og fyrirtæki hans óx þar til hann var orðinn einn af fremstu sápugerðarmönnum í landinu. Allan tímann hafði William gefið tíund, 10%, af ágóða sínum Brottni. En er honum gekk svo vel og hann varð ríkari, ákvað hann að Guð ætti að fá jafnvel meira en það. Guð hafði gefið mikið, því ætti að gefa honum mikið til baka. Dag einn gerði William bókhaldara sinn undr- andi með því að segja: "Opnaðu viðskiptareikning í bókunum með nafni Drottins." "D-D-Drottins, herra?" Stamaði bókhaldarinn. "Já,það er rétt. Hann á að fá 10% af hverjum dollar sem fyrirtækir græðir. Hann á skilið meira en bara tíundina af mínum eigin tekjum." William hált áfram að vinna vel og ötullega og heiðarlega, hann bjó til bestu sápur sem hann kunni fyrir lægsta verð sem hann gat. Og ekki leið á löngu þar til fyrirtæki hans hafði tvö- faldast, sxðan þrefaldast. Nokkrum mánuðum seinna sagði hann bókhaldara sínum, "gefðu Drottni tvo tíundu hluta af öllu sem við öflum." Fyrirtækið hélt áfram af vaxa. Fljótlega kom ný skipun, "gefðu Drottni þrjá tíundu hluta." Og að lokum gaf sápuframleiðandinn helminginn af öllu því sem fyrirtækið aflaði til Drottins. Og fyrirtækið óx og dafnaði. Þegar hann dó, var William Colgate mörgum sinnum milljóneri.. Af hverju? Mikil vinna og heiðarleiki er hluti af svarinu. Hinn hlutinn finnst í félagsskap hans með Guði. 1 dag er Colgate fyritækið eitt af stærstu sápufyrir- tækjum í heiminum. Þið hafið heyrt um Colgate tannkrem og Palmolive sápu, er það ekki? Fyrir traust á Guði og trúmennsku við lög hans, gerði William Colgate fyrirtæki sitt stórt og árangurs- ríkt - með því að hafa Guð að félaga.

x

Innsýn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.