Innsýn - 01.09.1977, Side 28

Innsýn - 01.09.1977, Side 28
20 f Kæru systkyni. Öðru hverju er verið að gera stórátök í útgáfu- starfi innan safnaðarins. Síðasta stórátak var útgáfa Deilunnar miklu. t>að er útgáfa þeirrar bókar sem mig langar að ræða lítil- lega. Ötkoma þessarar bókar var boðuð eins og um sjálfa endurkomu frelsara okkar væri að ræða. Útlend- ur maður kom í heimsókn og sagði margar mergjaðar sög- ur af þessari bók. Hrifningaralda fór um allan söfnuðinn. NÚ hefði söfnuðurinn það vopn sem væri öðrum vopnum beittara og nú skyldi Satan flettur leikbúningunum og sýndur nakinn. FÓlkið fagnaði, starfsmennirnir dönsuðu af gleði þegar sú stóra stund rann upp að bókin kæmi ut og svo fóru allir heim og lífið gekk sinn vanagang. Upplag Deilunnar liggur næstum ósnert hjá forlaginu og Satan leikxir á alls oddi. Deiluna miklu átti að selja á veturna eina sér en allar hinar bækurnar á sumrin. Ég viðurkenni að þessi aðferð er lxkleg til árangurs en gallinn er sá að það eru ákaflega fáir sem stunda bóksölu á vet- urna. Ég held jafnvel að það mætti telja þá á fingr- um annarrar handar. Við svo búið má ekki standa. Ef við ætlum að færa þjóðinni þann boðskap sem Deilan mikla inniheldur verðvir sérhver safnaðar- meðlimur sem vettlingi get- ur valdið að fá sér smá- skika til að selja Deiluna í. Mig langar til þess að segja frá reynslu minni og bróður Ingvars, en við höfum nýlega hafið sölu Deilunnar í Keflavík. Við gerðum aldrei ráð fyrir miklum árangri en sáum að Deilan varð að komast til fólksins og við gætum með Guðs hjálp verið milliliðir. Þar sem við vissum að vonlaust væri að fá fólk til að kaupa köttinn í sekknum, gerðvim við fjölritaða auglýsingu sem við dreifum í húsin 3 dögum til viku áður en við förum í þau sömu hús til að bjóða Deiluna. Þetta

x

Innsýn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.