Innsýn - 01.09.1977, Qupperneq 29

Innsýn - 01.09.1977, Qupperneq 29
21 veldur því að margt fólk kannast við bókina þegar við komum með hana og komið hefur fyrir að við hittum fólk sem hefur ákveðið að kaupa bókina vegna auglýs- ingarinnar. Þessa auglýs- ingu geta áhugasamir safn- aðarmeðlimir fengið hjá okkur ef þeir hafa áhuga á að reyna. Alltaf áður en við för- um út að selja höfum við bænastund og teljum við það mikils virði. Við biðjum Guð að styrkja okkur í starfinu og opna huga þeirra sem hafa fengið eintak. Þegar við erum við dyrnar tölum við mikið \am efni bókarinnar og reynum að benda fólki á þá punkta sem eru mest áhugavekjandi. Það sem kom mér mest á óvart er hvað fólk vill tala um efni bókarinnar og ekki er óalgengt að vera boðinn inn til að rabba. Þarna gefast gullin tæki- færi til að vitna. Meðalárangur er um það bil ein bók á klukkustund en þó vil ég benda á að ég hef aðeins verið samtals 5 klukkustundir við að selja ennþá svo ég tala ekki af mikilli reynslu. Þetta tómstundastarf okkar er ánægjulegt, blessað og fólkið sem við bönkum hjá er indælt. Vil ég hvetja ykkur öll^bræður og systur^ til að fá ykkur bóksöluskika og selja Deiluna. Það er reynsla mín að það geri lífið með Kristi meira lifandi og skemmtilegt. Árni Þór Hilmarsson samþ. Ingvar Sigurðsson.

x

Innsýn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.