Innsýn - 01.10.1978, Blaðsíða 6

Innsýn - 01.10.1978, Blaðsíða 6
6 an kennir að það snýr huga þeirra frá Skaparanum. Margir líta á visku mannsins sem æðri visku hins guðlega Kennara, og kennslubók Guðs er álitin gamaldags, bragðlaus og líflaus. En þannig líta ekki þeir á hana sem hafa verið lífgaðir af Heilögum Anda. Þeir sjá hinn ómet- anlega fjársjóð, og mundu glaðir selja alit til þess að kaupa akurinn sem hann er í. í stað bóka sem geyma tilgátur þeirra sem álitnir eru miklir höfundar, kjósa þeir orð Hans sem er mesti höfundurinn og mesti kennarinn sem heimurinn hefur nokkurn tíma þekkt, sem gaf líf sitt fyrir okkur, að við, fyrir Hann, mættum hafa eilíft líf. Afleiðlngar þess að vanrækja fjársjóðinn Satan hefur áhrif á hugi manna, og fær þá til þess að halda að til sé þekking sem hægt sé að öðlast án Guðs.. Með blekkjandi rökum fékk hann Adam og Evu til þess að efast um Guðs orð, og setja þess í stað kenn- ingu sem leiddi til óhlýðni. Og slægð hans kemur til leiðar á okkar dögum því sem hún kom til leiðar í Eden. Kennarar sem blanda inn í kennslu sína og uppeldi skoðunum og hugar- fari höfunda sem eru guðleysingjar gróðursetja í hugum ungmenna hugs- anir sem munu leiða af sér vantraust á Guði og brot á lögmáli Hans. Litla hugmynd hafa þeir um hvað þeir eru að gera. Litla hugmynd hafa þeir um afleiðingarnar af starfi sínu. Nemandi getur lokið öllum bekkjum skyldunáms, framhaldsskóla og æðri skóla, sem nú þekkjast. Hann getur helgað alla krafta sína því að ná í þekkingu. En þekkti hann ekki Guð, og hlýði hann ekki þeim lögmálum sem stjórna veru hans, mun hann eyði- leggja sjálfan sig. Fyrir rangar venjur missir hann hæfileikann til sjálfsmats. Hann missir sjálfstjórn. Hann getur ekki hugsað rökrétt í málum sem standa honum næst. Hann er skeyting- arlaus og stríðir gegn heilbrigðri skyn- semi í því hvernig hann fer með líkama sinn og huga. Fyrir rangar venjur legg- ,ur hann sjálfan sig í rúst. Hamingjan flýr hann; því hann hefur vanrækt að rækta með sér hreinar og heilbrigðar meginreglur og er því á valdi venja sem ræna hann öllum friði. Mörg erfið námsár eru til einskis, því að hann hefur eyðilagt sig. Hann hefur sóað líkamlegum og vitsmunalegum kröftum sínum, og musteri líkamans er í rúst- um. Hann hefur eyðilagt sig bæði fyrir þetta líf og hið komandi. Hann hélt að hann mundi öðlast fjársjóð með því að eignast jarðneska þekkingu, en með því að leggja Biblíuna til hliðar fórnaði hann fjársjóði sem er alls annars virði.

x

Innsýn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.