Innsýn - 01.10.1978, Blaðsíða 21

Innsýn - 01.10.1978, Blaðsíða 21
21 Meðan að vikurnar urðu að mánuðum, varð Glaðurstór hundur. Loðnar lappirnar urðu á við matardiska að stærð og það gustaði þegar hann dinglaði skottinu. Fyrir utan það að vera stór hundur var hann líka orðinn stórt vandamál. ,,Ó!“ stundi mamma Ragga einn morguninn þegar hún leit út um gluggann „Glaður sleit bandið sitt og er inni í garði hjá frú Elmer og núna er frú Elmer að koma hingað.“ Raggi opnaði útidyrnar og Glaður þaut inn, á hæla honum kom frú Elmer með kúst í hendinni. „Þessi fílslegi hundur ykkar er búin að eyðileggja garðinn minn með þessum risalöppum sínum" hrópaði frú Elmer. Hún skók kústinn í áttina að Glað, en hann faldi sig bak við Ragga með skottið á milli fótanna. „Þið verðið að hafa betri stjórn á þessum hundi eða ég klaga hann,“ sagði hún, svo þrammaði hún heim. „Þetta er rétt hjá henni,“ sagði mamma. „Við verðum að loka Glað inni." Strax næsta dag þegar Raggi og pabbi hans voru búnir að laga til í garðinum hjá frú Elmer fóru þeir að byggja girðingu utan um húsið hans Glaðs. Raggi hafði bundið Glað við tré í garðinum og þar var hann kyrr, þangað til að pósturinn kom. Þá sleit hann sig lausan og hljóp til póstsins. ,,Hjálp“! hrópaði pósturinn óttasleginn. Raggi, foreldrar hans og nágrannarnir hlupu til að hjálpa honum. BréfataSkan hans lá tóm á jörðinni og bréfin voru út um allt. Og þarna lá vesalings maðurinn og gat sig hvergi hreyft. Glaður stóð ofan á honum og sleikti hann í framan af mikilli ákefð. Hann dinglaði skottinu af svo miklum krafti að bréfin flugu allt í kringum hann. ,,Mér þykir þetta leitt,“ sagði pabbi og togaði í Glað. „Þetta gerist ekki aftur.“ ,,Já, það getur þú verið viss um“! sagði pósturinn. Hann þurrkaði sér í framan með skítugri ermi. Ég kem aldrei framar með póst hingað." Nágrannarnir kinkuðu kolli og voru sammála honum. Þegar að búið var að tína bréfin saman og ganga frá þeim í töskuna fóru Raggi og pabbi hans og luku við girðinguna. Þeir settu óhamingjusaman Glað þangað inn.

x

Innsýn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.