Innsýn - 01.10.1978, Blaðsíða 15

Innsýn - 01.10.1978, Blaðsíða 15
15 Heilsuhópar Svo var þama stór hópur serr. langaði að gera dálítið óvanalegt. Það voru þeir sem tilheyrðu „heil- brigðisráðuneytinu.“ Við komum saman og skiptum okkur í fjóra hópa eftir verkefnum. Hópurinn sem við Islendingarnir vorum í tók að sér mælingu á blóðþrýst- ingi og þoli. Annar var með risa- sígarettu og dúkku sem sýndi tjör- una sem sígarettur skilja eftir sig. Sá þriðji sýndi hvernig hægt er að búa til hollan og góðan mat og leyfði fólkinu að bragða á honum. Fjórði hópurinn kenndi hvernig fara ætti vel með bakið á sér, fólki var sýnt hvernig ætti að sitja rétt, lyfta rétt o.s.frv. Undirbúningurinn var mikill. Við þurftum að teikna á plaköt ýmislegt sem vakti áhuga fólks o.fl. Á þriðjudaginn fórum við af stað og fengum leyfi verslunar- stjóra stærstu verslunarmiðstöðvar 1 Þórshafnar til að vera þar inni vegna þoku og ringingar sem var oftast nær. Við vorum á sitt hvorri hæðinni en „reykingafólkið“ varð að standa fyrir utan og púa þar. Þetta var alveg sérstaklega gaman. Við vorum með einn blóð- þiýstingsmæli og fengum annan lánaðan á sjúkrahúsinu og á „kur- badinu“ okkar fengum við lánað þrekhjól. Við þurftum ekki að bíða lengi þar til biðröð hafði myndast. Tilgangurinn með þessu var að hjálpa fólkinu en einnig að ná sambandi við það — tala við það og bjóða því á samkomurnar. Eins og nærri má geta vakti þetta mikla athygli og blöðin birtu myndir og greinar um okkur. Síðari sunnudaginn höfðum við mikla heilbrigðissamkomu á skól- anum okkar frá klukkan 14—17. Þar gat fólk fengið blóðþiýsting sinn mældan, séð áhrif tóbaks- reykinga á líkamann, séð kvik- myndir og litskuggamyndir, heyrt erindi um æðakölkun, heilsuboð- orðin tíu og megrun, fengið að smakka á góðum mat og lært að meðhöndla bakið á sér rétt. Okk- ur til mikillar ánægju komu marg- ir og auðvitað fylgdist blaðamað- ur og ljósmyndari með öllu.

x

Innsýn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.