Innsýn - 01.10.1978, Blaðsíða 11

Innsýn - 01.10.1978, Blaðsíða 11
11 Barnasamkomur Klukkan 14 voru bamasam- komur í Læraraskúlaaulunni sem margir þurftu að taka þátt í og þá var aftur hjólað af stað. Flest voru bömin 170 og virtust þau öll skemmta sér prýðilega. Sagðar voru sögur, sungið var og ævi Nóa tekin fyrir í lexíuformi og var þá krökkunum skipt í hópa. Opinberar samkomur Klukkan 18:30 þurftum við í kómum að vera komin upp í Læraraskúlan á æfingu fyrir sam- komu sem byrjaði klukkan 19:30. Salurinn var oftast fullur. Ræðu- maðurinn okkar var Norðmaður- inn Finn Myklebust, sem var mjög góður. Það fannst hversu vel undirbúinn hann var, hver setning var úthugsuð og hnitmiðuð enda fundum við ekki fyrir þessum 45 mínútum sem hann talaði, tíminn leið svo hratt. Samkoman var búin tæplega níu og þá var eftir að hjóla heim en það vom nú samt margir sem gengu. Þetta var rúmlega hálftíma gangur en þeir sem hraðast gengu komust á 20 mínútum og auðvitað var landinn þar á meðal. Við vomm líka sveittar og móðar þeg- ar við komum heim í skólann. Þegar allir voru komnir var stuttur upplýsingafundur og kvöldbæn. Klukkan 22:30 gátu sumir farið að sofa, en vegna anna á daginn var þetta eini tími sem fólk gat sest niður og spjallað saman á. Oft var því ekki farið að sofa fyrr en seint. Þá byrjuðu prentaramir að vinna og voru yfirleitt búnir um miðja nótt. Þeir fengu sér herbergi og þar lágu þeir og sváfu — á daginn. Einnig þurftu ýmsar nefndir að koma saman. Það var sem sagt nóg að gera allan daginn og meira til en aldrei heyrðist kvörtunartónn. Allir voru komnir til að vinna fyrir Guð og það var mjög gaman að sjá kraft- inn í fólkinu. Sá yngsti var 13 ára og sá elsti um fertugt en ekki bar neitt á aldursmuninum. Flestir vom á aldrinum á milli tæplega tvítugs og þrítugs. —15

x

Innsýn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.