Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 27.05.2004, Side 1

Fréttir - Eyjafréttir - 27.05.2004, Side 1
! i í Áætlun Herjólfs Brottfarartímar Sumar 1.S.-31.8. Frá Vestmannaeyjum Frá ÞorUkshöfn Sun.-fös. 8.15/ 16.00 12.00/19.30 Lau. 8.15 12.00 Nánarí upplýsingar er aó finna á www.htijotfiir.is og á slóu 415 I Textavarpi RÚV, auk þess sem upplýsingar eru veinar I sfma 481 -2800. H ERJÓLFU R 31. árg. / 21. tbl. / Vestmannaeyjum 27. maí 2004 /Verð kr.190 / Sími 481-1300 / Fax 481-1293 / www.eyjafrettir.is ALLS útskrifuðust 28 nemendur frá Framhaldsskólanum á vorönn og hér má sjá fríðan hóp stúdenta sem settu upp hvítu húfurnar. Snögg viðbrögð þegar Svanborg sökk Mannbjörg varð þegar Svanborg VE, tólf tonna netabátur, sökk rúmar þrjár sjómílur austan við Bjarnarey rétt eftir miðnætti á mánudagskvöldið. Tveir menn voru um borð og komust þeir í björgun- arbát og náðu að senda neyðarkall. Tilkynning barst fimmtán mínútur eftir miðnætti til Neyðarlínunnar og var Björgunarfélag Vestmannaeyja kallað út án tafar og 26 mínútur yfir tólf var björgunarbáturinn Þór lagð- ur af stað. Fjórtán mínútum síðar var búið að ná skipsbrotsmönn- unum um borð og voru þeir komnir að landi í Eyjum rétt rúmlega eitt. Skipstjóri á Þór var Guðni Georgsson. „Eg var heima og kom- inn í rúmið líkt og flestir. Menn voru snöggir af stað og þar sem konan var á bílnum í Reykjavík kom ekki annað til greina en að fara frá Höfðaveginum niður á bryggju á hjólinu." Snögg viðbrögð Björgunarfélags- manna vöktu verðskuldaða athygli og hrós Landsbjargar. Bent var á að þetta væri ekki í fyrsta skipti sem áhöfn Þórs sýndi slíkt viðbragð. Aðeins þarf fjóra á Þór en þeir voru níu og fleiri mættu á bryggj- una. Um leið og sleppt var skellti Guðni öllu í botn. „Við tókum stefnuna á Mannklakkinn sem er austan við Bjamarey þar sem bæði Landsbjörg og Tilkynningaskyldan GUÐNI, skipstjóri á Þór. staðsettu Svanborgu. Þegar við áttum þrjár mínútur í þá skutu þeir upp neyðarblysi." Fljótt og vel gekk að ná mönn- unum tveimur um borð í Þór. „Við hlúðum að þeim en annar þeirra var kaldur á fótunum en annars vom þeir í góðu ástandi.“ Svanborg maraði hálf í kafi rétt hjá Þór og biðu menn í tæpan hálftíma og vildu sjá hvað verða vildi með bátinn. Hann sökk fljótlega og var Þór kominn í land um klukkan eitt.“ Veður var gott þannig að hægt var að keyra Þór á fullri ferð, 27 mfium. „Við fengum SMS-boð um það að bátur hafi sokkið. Þegar slfkt gerist þýðir ekkert að tvínóna við hlutina. Eins hjálpar okkur hversu stutt er á bryggjuna. Við vomm að sjálf- sögðu ánægðir og glaðir með hversu vel tókst til í þetta sinn og mannbjörg varð, það skiptir öllu,“ sagði Guðni að lokum. A Svanborgu VE voru feðgamir Þráinn Sigurðsson og Sigurður Frans. Þeir sögðu að þetta hefði gerst mjög snöggt. Þráinn fór niður í vél en þá var báturinn orðinn hálf- fullur af sjó og ekkert við ráðið. Það var því ekki um annað að ræða en koma sér í björgunarbát og bíða björgunar. Svanborg VE var tólf tonna eikar- bátur, smíðaður 1973 á Seyðisfirði. Lífleg Hvítasunna Um helgina verður mikið um að vera eins og venjulega, djass, myndlist, sjóstöng og golf. I BLS. 6 ¥ Otrúleg byrjun ÍBV-stelpurnar í fótboltanum hafa farið vel af stað, unnið tvo fyrstu leikina og markahlutfallið 16 mörk gegn einu. I BLS. 19 BÍLAVERKSTÆÐIÐ Bragginn s.f. Flötum 20 Viðgerðir og smurstöð Sími 481 3235 Réttingar og sprautun Sími 481 1535 www.bokabudin.is

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.