Fréttir - Eyjafréttir - 27.05.2004, Side 2
2
Frcttir / Fimmtudagur 27. maí 2004
Borgarafundur
um fasteigna-
félag og
leikskóla
Bæjarráð samþykkti á fundi sínum á
mánudaginn tillögu meirihlutans um
að efna til borgarafundar vegna hugs-
anlegrar þáttöku bæjarins í fasteigna-
félaginu Fasteign hf. og byggingu nýs
leikskóla.
Vill meirihlutinn að fundurinn
verði fyrri hluta júnímánaðar og var
bæjarstjóra falið að undirbúa fundinn.
Arnar Sigurmundsson (D) fjallaði
síðar á fundinum um kynningarfund
sem haldinn var með aðal- og
varafulltrúum í bæjarstjóm sem
haldinn var á sunnudaginn.
„Bæjairáð leggur áherslu á mikil-
vægi þess að þessum fundi verði fylgt
eftir með ýtarlegri skoðun á kostum
og ókostum þess að bærinn gangi til
liðs við fasteignafélag um yfirtöku á
nokkrum fasteignum bæjarins. Þá
leggur bæjarráð ríka áherslu á að fram
fari ítarlegt faglegt og fjárhagslegt
mat á kostum þess að byggja fjögurra
deilda leikskóla eða sex til sjö deilda
leikskóla í Vestmannaeyjum.
Bæði þessi mál eru gríðarlega
mikilvæg fyrir Vestmannaeyjabæ og
veltur á miklu að vel takist til í
þessum efnurn."
Meirihlutinn vísaði í fyrsta mál á
dagskrá varðandi borgarafundinn og
að umbeðið erindi verður liður í
undirbúningi að fyrirhuguðum borg-
arafundi.
Fíkniefni og umferðarslys
Eitt fíkniefnamál kom upp á aðfara-
nótt laugardags. Fannst lítilræði af
kannabisefnum og áhöld til neyslu
við húsleit. Játning liggur fyrir og
telst því málið vera upplýst.
Um hádegið sl. föstudag var til-
kynnt um umferðarslys á Strandvegi
rétt vestan við gatnamót Heiðarvegar
og Strandvegar. Þama hafði gangandi
vegfarandi orðið fyrir bifreið sem ekið
var vestur Strandveg. Vegfarandinn
var fluttur á sjúkrahús með sjúkra-
bifreið og muna m.a. hafa hlotið bein-
brot í slysinu.
Skýrsla Sögusmiðjunnar um menningarhús í Vestmannaeyjum:
Söfnin í Salthúsið og gosminjasafn í hrauninu
-með tengibyggingu yfir Kirkjuveginn em meðal athyglisverðra hugmynda
Skýrsla þeirra Jóns Jónssonar og
Arnars S. Jónssonar hjá Sögu-
smiðjunni um menningarhús í Vest-
mannaeyjum var gerð opinber á
þriðjudag. Þá hélt Andrés Sigmunds-
son formaður bæjarráðs blaðamanna-
fund þar sem hann kynnti helstu
niðurstöður. Segir í meginniðurstöðu
skýrsluhöfunda að starfsemi í nýju
menningarhúsi Vestmannaeyinga
þurfi að vera eins mikið út á við og
mögulegt er. Reksturinn þurfi að vera
öflugur og líf og fjör eigi að einkenna
húsið.
Menningarhúsið á að virka og vinna
með öðrum menningarstofunum í
Eyjum, félögum og öðrum húsum á
svæðinu og styðja við sem flest svið
menningarlífsins án þess að ryðjast
inn á starfssvið annarra. Menningar-
húsið á að leitast við að verða leiðandi
afl í ferðaþjónustu í Vestmannaeyjum
með þeim margfeldisáhrifum sem
slíkt getur haft fyrir svæðið og aðra
ferðaþjónustuaðila.
Öll söfnin á einn stað
Það sem talið er upp að þurfi að vera í
menningarhúsinu er: Byggðasafn
Vestmannaeyja og sýningar þess,
Fiska- og náttúrugripasafnið og sýn-
ingar þess, vegleg sérsýning um
eldgosið í Heimaey 1973, rými fyrir
farand- og sérsýningar, aðstaða fyrir
starfsmenn, verkstæði og vinnuað-
staða fyrir safna og rannsóknarstörf í
tengslum við söfnin. móttökusalur
fyrir boð, safnkennslu, námskeiða-
hald, kynningar og fleira slíkt, upp-
lýsingamiðstöð ferðamála í Vest-
mannaeyjum, vegleg minjagripa- og
handverksverslun og loks kaffí og
veitingastofa.
Gera þeir að tillögu sinni að salthús
ísfélagsins á homi Strandvegar og
Kirkjuvegar verði gert upp og nýtt
undir menningarhús. Einnig vilja þeir
að menningarhúsið verði tengt með
tengibyggingu eða brú yfir í hraunið
til móts við Heimatorg. Kannað verði
með kostnað við að gera þar helli eða
göng niður í rými í hrauninu sjálfu.
Einnig vilja þeir að teknar verði upp
viðræður við eigendur Hallarinnar um
að hún sinni ákveðnum þáttum menn-
ingarstarfs í Eyjum. í framhaldi af því
verði gerðar ákveðnar umbætur á
Höllinni, með Ijármagni frá verkefnis-
stjórn um menningarhúsið, til að hún
henti bctur til leiksýninga og annarra
sambærilegra listviðburða. Þá vilja
þeir nokkrar endurbætur á Vélasalnum
í Listaskólanum til að hann henti betur
undir margvíslega listviðburði og að
endurbætur verði gerðar á aðgengi fót-
fúinna og fatlaðra á Bæjarleikhúsinu.
Fleiri hugmyndir vom skoðaðar,
bæði nýbyggingar og viðbyggingar
við húsnæði sem er til staðar. Einnig
vom skoðaðar endurbætur eða
breytingar á húsnæði sem er til staðar.
Meðal nýbygginga sem vom skoðaðar
voru hús byggt inn í hraunið,
nýbygging við Skansinn, nýbygging á
homi Heiðarvegar og Vesturvegar á
Baldurshagalóðinni og nýbygging, ein
eða fleiri á Stakkagerðistúni. Við-
bygging við Safnahúsið og bygging
tengd Höllinni vom einnig möguleikar
sem vom skoðaðar.
Eins var sá möguleiki skoðaður að
Höllin yrði keypt og breytt til að auka
við og bæta notkunarmöguleika og
aðrar byggingar neðan við Strandgötu
og á bryggjusvæðinu keyptar og
gerðar upp, til dæmis Isfélagshúsið og
vigtarhúsið sem áður hýsti hurðaverk-
smiðjuna ímex.
Segja skýrsluhöfundar að hugmynd
að byggingu inn í hraunið sé vinsæl
meðal Eyjamanna en þeir óttast
mikinn kostnað og tóku skýrsluhöf-
undar undir það. Eins segja þeir í
skýrslunni að það sé óþarfi að reisa
byggingu inn í hraunið til að heilla
gesti því hraunið sé til staðar og
upplifun gesta af eldfjallinu og hraun-
inu sé sterk. Það sem flestir heillist af
sé hin einstaka náttúmfegurð sem
einkennir Vestmannaeyjar. Þeim leist
verst á hugmynd um nýbyggingu á
Skansinum. Að þeirra mati hefur
tekist einstaklega vel til með fram-
kvæmdir á Skansinum. Byggingar líta
vel út og það væri óeðlilegt að reisa
nútímalegar byggingar á svæði sem
gerir beinlínis út á að umhverfið minni
á sögu og menningarstarf eins og
Skansinn.
Langskemmtilegasti kosturinn fyrir
nýbyggingu að þeirra mati er Baldurs-
hagalóðin. Þar myndi menningarhús
verða miðpunktur bæjarins og það
markmið nást að húsið myndi efla og
styrkja miðbæinn. Líkiegt er þó að
framsæknir kaupmenn myndu sjá
dálítið eftir þeirri lóð. Þeir segja jró
fjárhagsrammann of þröngan til að
bæði sé hægt að reisa glæsilegt nýtt
hús og koma þar upp þeirri kraftmiklu
og metnaðarfullu starfsemi sem myndi
nýtast bæjarfélaginu best.
Viðbætur við Höliina
Skoðaðar vom sérstaklega hugmyndir
um samnýtingu við Höllina. Segja þeir
að sú hugmynd að Vestmannaeyjabær
kaupi Höllina til að nýta sem
menningarhús falli ekki að þeim hug-
myndum sem settar em fram í
skýrslunni um menningarhús. Eitt af
skilyrðum ríkisins er að húsið sé
miðsvæðis í bæjarfélaginu en það
verður seint hægt að segja það um
Höllina. Segja þeir að Höllin sé
stórkostlegt þrekvirki og einkaframtak
og frábær veislu- og ráðstefnustaður.
Það vantar líka lítið upp á að hún geti
sinnt hlutverki tónlistarhúss og aðra
stóra og fjölsótta menningarviðburði.
Gera skýrsluhöfundar tillögu um að
hluti af því fjármagni sem fæst í
menningarhúsið fari í að gera við-
bætur við aðstöðuna í Höllinni, til að
hún geti þjónað hlutverki sínu enn
betur hvað varðar sviðslistir.
Hugmyndin um að reisa viðbygg-
ingu við Safnahúsið er vel þess virði
að skoða vandlega að mati skýrslu-
höfunda og lengi vel vom þeir
hrifnastir af þeirri hugmynd. Tenging
við Safnahúsið er hagkvæm og af
henni myndi skapast töluverð sam-
legðaráhrif. En eftir því sem á leið
skýrslugerðarinnar vöknuðu efasemdir
um að viðbygging við Safnahúsið
væri besti kosturinn. Benda þeir á að
eitt það mikilvægasta sem þarf að gera
í nýju menningarhúsi sé að hanna
nýjar sögusýningar með ferskum blæ
og brjóta upp hið hefðbundna
byggðasafnsform sem nú er ríkjandi á
sýningunni í Safnahúsinu. Spyija þeir
hvort það verði ekki erfiðara að gera
slíkar lykilbreytingar á sýningunum,
þegar þær verða nánast áfram í sama
húsi og þær em núna. Einnig segja
þeir verulega hættu á að viðhorf
heimamanna og gesta til viðbyggingar
við^Safnahúsið verði á þá leið að um
viðbyggingu sé að ræða, en ekki nýtt
menningarhús með öllum þeim
sprengikrafti, frumleika og nýsköpun
sem það á að færa í bæjarlífið.
Að endingu segja þeir það stað-
reynd að Safnahúsið sé ekki beinlínis
afrek í byggingalist og viðurkenna
skýrsluhöfundar að þeir hafi hreinlega
ekki hugmyndaflug til að sjá hvemig
viðbygging á að bæta úr því.
EINAR Sveinsson , Ingi Sigurðsson, Bjarni Ármannsson og Sveinn Jónsson ræða málin.
/
Formleg opnun Islandsbanka og Sjóvá-Almennra
íslandsbanki og Sjóvá-Almennar opnuðu formlega útibú sitt á Kirkjuveginum á þriðjudaginn. Stjórn og yfirmenn
bankans fjölmenntu til Eyja og notuðu tímann í Herjólii til að halda bankaráðsfund. Ennfremur afhenti Einar
Sveinsson, formaður bankaráðs, Sigmari Gíslasyni kvikmyndagerðarmanni myndarlegan styrk úr menn-
ingarsjóði Islandsbanka og Sjóvá-AImennar en hann vinnur nú að heimildarmyndinni, Aldaminning afiakóngs
sem fjallar um afa hans, Binna í Gröf.
Sumarstúlkan 26. júní
Sumarstúlkukeppnin verður 26.júní í
Höllinni og taka níu stúlkur þátt í
henni að þessu sinni.
Stúlkumar em Anna Fríða Stefáns-
dóttir, Sóley Dögg Guðbjömsdóttir,
Erla Signý Sigurðardóttir, Sandra
Sigurjónsdóttir, Hildur Dögg Jóns-
dóttir, Sæbjörg Helgadóttir, Ama
Björg Sigurbjömsdóttir, Thelma Sig-
urðardóttir og Berglind Stefánsdóttir.
Ester Helga Sæmundsdóttir er fram-
kvæmdastjóri sýningarinnar og henni
til aðstoðar em Súsanna Georgsdóttir
og Anna Rós Hallgrímsdóttir. Fram-
kvæmdaaðilar em Höllin og Fréttir.
Kynnir er Olafur Bjami Guðmunds-
son og ljósmyndari Halla Einarsdóttir.
Aftari röð:Anna Fríða Stefánsdóttir, Sóley Dögg Guðbjörnsdóttir, Erla
Signý Sigurðardóttir, Sandra Sigurjónsdóttir og Hildur Dögg Jónsdóttir.
Fremri röð: Sæbjörg Helgadóttir, Arna Björg Sigurbjörnsdóttir, Thelma
Sigurðardóttir og Berglind Stefánsdóttir.
FRÉTTIR
Útjgefandi: Eyjasýn elif. 480278-054!) - Vestmannaeyjiun. ltitstjóri: Omaí (ianiarsson.
Bliúlamenn: Sigursveinn Þórðarson, (íuðbjörg Sigurgeirsdóttir. íJnóttir: Júlíus Ingason.
Ábyrgðarmenn: Ómar Garðarsson & (íisli Valtýsson.
l'ivntvinna: Eyjasýn/ Eyjaprent. Vestmannaeyjum. Aðsetur ritstjórnar: Strandvegi 47.
Símar: 481 1300 & 481 3310. Mvndriti: 481-1293. Netfang/raf|)óstur: frettir@ejjafrettir.is.
Veffang: httii/Avww.eyjafrettir.is
FRETfl li koma út alia finimtiidaga. Biaðið er seit í áskrift og einnig i lausasölu á Kletti,
Tvistinum, Toppnum, Vöruvai, Herjólfi, Flnghafnarversluninni, Krónunni, ísjakanum,
Bónusvideó, versluu 11-11, Skýlinu i Friðarhöfn og i Jolla i Hafnarfirði og afgreiðslu
Ilejndfs í Þorlákshöfn. FRÉTÍ'IR eru pivutaðar í 2(KK) eintökum. FRÉTTIR eru aðilar að
Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Eftirprentun, liljóðritim, notkun ljósmynda og
annaðeróheinúlt nema heimilda sé getið.