Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 27.05.2004, Qupperneq 11

Fréttir - Eyjafréttir - 27.05.2004, Qupperneq 11
Fréttir / Fimmtudagur 27. maí 2004 11 koma að hverri ákvörðun því betra, ef ekki þá er bara hægt að hafa einn í stjóm." Hver eru að þínu mati helstu verkefnin á vettvangi bæjarstjórnar? „Það er númer eitt að efla atvinnulífið og fá menn til að setja hér niður fyrirtæki. Einnig verðum við að fá hið opinbera til að koma meira inn en hlutur þess hefur farið niður á við að undanfömu. Þetta verður að líta á sem langtíma- verkefni, ekki bara komandi mánuði heldur næstu tíu árin. Eg sé ekki fyrir mér að hér verði bylting í atvinnu- málum í einum grænum, heldur að við leggjum áherslu á að halda í það sem við höfúm nú þegar og síga svo upp á við jafnt og þétt.“ Bergur segir samt að ekki sé hægt að horfa fram hjá því að atvinnumálin séu okkar helsta áhyggjuefni en hvemig getum við best bmgðist við? ,,Eg vil skipta þessu í þrennt. I fyrsta lagi þurfum við að hvetja þá sem hér em til að fjárfesta innanbæjar. I öðm lagi að fá hingað fleiri opinber störf. I þriðja lagi er mikilvægt að kenna Vestmannaeyingum að nýta Byggða- stofnun og aðra opinbera sjóði til að efla hér atvinnulífið. Hvemig sem á því stendur þá hafa Eyjamenn ekki þurft eða viljað fara þessa leið eins og önnur sveitarfélög. Hér er allt gert á kröftunum en t.d. á Akureyri em sjö manns sem gera ekkert annað en aðstoða fólk í gerð alls konar um- sókna. Ef við náum í fjármagn og höldum kraftinum, emm við í fínum málum.“ Eignar- haldsfélagið Fasteign hf. Eitt af stóm málunum er að Vest- mannaeyjabær gerist aðili að Eignar- haldsfélaginu Fasteign hf. sem í em nokkur sveitarfélög í samstarfi við íslandsbanka. Var um helgina haldinn kynningarfundur með bæjarfulltrúum og varafulltrúum með fulltrúum Fast- eignar og KPMG-ráðgjöf. „Það er mitt mat að undirbúningsvinnan varðandi hugsanlega aðkomu Vestmannaeyja- bæjar að Eignarhaldsfélaginu Fasteign hf. haft verið fagleg og ítarleg. Eignarhaldsfélagið Fasteign hf. hefur verið kynnt vel, bæði hvað varðar við- skiptahugmyndina sjálfa og hverjir standa að félaginu. Sérfræðingur frá KPMG hefur gert mjög ýtarlega greiningu á áhrifum þess að Vest- mannaeyjabær gangi í félagið og em áhrifin metin 30 ár fram í tímann. Utreikningunum fylgir næmisgreining þar sem grunnforsendum er breytt og grein gerð fyrir áhrifum breytinga á arðsemi verkefnisins. Að auki fylgir greinargerðinni SVOT-greining þar sem styrldeikum, veikleikum, ógn- unum og tækifæmm verkefnisins er lýst. Þetta er stór ákvörðun og til að koma í veg fýrir misskilning þá snýst þetta um að við fáum aðila sem hafa sérfræðiþekkingu í rekstri fasteigna til að sjá um þann þátt fyrir okkur. Hann á að geta gert þetta betur og hag- kvæmar en bæjarfélög almennt. I staðinn getum við einbeitt okkur að því að þjónusta bæjarbúa sem er okkar kjamastarfsemi," sagði Bergur Elías. Mikilvægt að hafa undankomuleið Hann segir að vissulega fylgi því á- kveðin áhætta að spá svona langt fram í tímann. „Þess vegna er mikilvægt að menn hafi undankomuleið ef eitthvað kemur upp á. Við munum tryggja að svo verði, þannig að hagsmunum okkar verði ekki stefnt í hættu. Það er ekki þannig að áhættan sé mikil en það verður að setja alla vamagla í svona samningum.“ Bergur Elías segir að ekki sé spum- ing um allt eða ekkert þegar bæjar- félög gerist aðilar að Fasteign hf. „Reykjanesbær hefur farið þá leið að setja allar sínar fasteignir inn í félagið en önnur sveitarfélög hafa sett inn hluta af sínum eignum. Allt er þetta ákvörðun hvers og eins. Við höfum látið meta allar fasteignir bæjarins nema leigu- og félagslegu íbúðimar og Ráðhúsið. Inni í pakkanum eru öll skóla- og íþróttamannvirki fyrir utan íþróttavellina, Ahaldahúsið og Safna- húsið. Samtals em þessar eignir metnar á 2,2 milljarða króna.“ Kjaminn er að mati Bergs Elíasar að Vestmannaeyjabær verður hluthafi í Fasteign hf. með 15% til 20% hlut og leigan verður sú sama í öllum sveitar- félögum. „Stjóm félagsins verður líka skipuð fólki frá sveitarfélögunum. Kappsmálið er að gera félagið það öflugt að leigan lækki þegar fram í sækir. Mér finnst þetta fýsilegur kostur því með þessu emm við að nýta okkur kosti stærðarinnar og reynslu einkaframtaksins á ljármálamarkaði. Þama em sveitarfélögin líka að ná fram hagræðingu sem þau gætu ekki náð sitt í hverju lagi. Það hefur líka sýnt sig að samvinna innan félagsins er góð sem mér finnst líka kostur.“ Þegar Bergur Elías er spurður frekar út í það hvers vegna Vestmannaeyja- bær eigi að gerast aðili að Fasteign, sagði hann að stóra spumingin væri hvemig peningum yrði varið. „Verði peningunum ekki vel varið er ver af stað farið en heima setið. Hagkvæmni þessa gjömings byggist á því að peningunum verði vel varið. Það gemm við best með því að greiða niður skuldir eða fjárfesta í arðbæmm verkefnum. Þá á ég við peningalega arðbæra fjárfestingu." Bergur Elías segir að gert sé ráð fyrir að í heild gæti bærinn fengið rúma 1,6 milljarða króna ef gengið yrði til samstarfs við Fasteign og að auki átt hlutafé upp á rúmar 300 milljónir króna, en hann vill fara sér hægt., J>ví miður getum við ekki greitt upp öll lán og reynslan segir okkur að ekki er skynsamlegt fyrir bæinn að eiga peninga á bók því þá er auð- veldara að eyða. En mitt mat er að með þessu séum við að losa fjármagn úr steinsteypunni og nota það í kjamastarfsemi bæjarfélagsins. Við eigum að fjárfesta í fólki en ekki steinsteypu." Nýr leikskóli Málefni leikskólanna hafa verið í sviðsljósinu undanfamar vikur en bæjarstjóm er sammála um að efna kosningaloforð um að byggja nýjan leikskóla á kjörtímabilinu. Slagurinn snýst um það hvort byggja eigi fjög- urra deilda leikskóla eða sex eða sjö deilda. Sjálfur er Bergur Elías hlynntur seinni kostinum en þar hlýtur pólitíkin að ráða ferð. En hvers vegna vill hann stærri eininguna? „Það er mín persónulega skoðun að með sex deilda skóla getum við skellt saman í einn pakka faglega þættinum með þeim félagslega og fjárhagslega. Stærri leikskóli er hagkvæmari eining sem er staðreynd sem erfitt er að horfa fram hjá, sé hagkvæmni ekki gætt mun það óhjákvæmilega koma niður á annarri starfsemi innan bæjarfélagsins til lengri tíma litið. Það von mín að hægt verði að hefjast handa við byggingu nýs leikskóla innan skamms, bömum Eyjamanna til hags- bóta og um það ríki sátt. Ljós í samgöngumálum? Samgöngumál hafa verið fyrirferða- mikil í umræðunni í Vestmannaeyja síðustu misseri og ár og Bergur Elías segist gera sér fulla grein fyrir mikil- vægi þeirra fyrir bæjarfélagið. „Það verður fundur með Vegagerðinni á miðvikudaginn (í gær),“ segir Bergur. „Þar verður farið yfir öll mál sem snúa að Vegagerðinni sem er annars vegar Herjólfur og hins vegar rannsókn á botnlögum milli lands og Eyja með tilliti til ganga hér á milli. Til skemmri tíma erum við að tala um fleiri ferðir með Herjólfi og að Vegagerðin sjái sóma sinn í að koma með öflugt og gott skip þegar hann fer í slipp í sept- ember. Svo verður þvargað um gjaldskrá sem Vegagerðin vill hækka. Til lengri tíma litið er að fá upp- lýsingar um stöðu rannsókna á botnlögum fyrir innan Eyjar.“ Hvað með flug til Reykjavíkur sem hefur ekki verið burðugt undanfarin ár? „Það er svo annað mál en við höfum verið með flugið í skoðun undanfarið. Gangi allt að óskum verður ekki langt í að við fáum vonandi góða niðurstöðu sem á eftir að efla flug til Reykjavíkur og fjölga ferðamönnum sem hingað koma.“ Væntingar í ferðamannaiðnaði Margir horfa til ferðamannaiðnaðarins sem lausnar í atvinnumálum en það verður seint sagt að þar komi Eyja- menn fram sem ein heild. „Það má rétt vera en nú er Kristín Jóhannsdóttir, nýráðin markaðsfulltrúi, komin til starfa. Hún er mikill reynslubolti á þessu sviði og markmiðið er að fá aðila til að ganga í takt í þessum málum. A föstudaginn tók ég á móti sendiherra Kína hér á landi, Liang Zhengyun. Hann var mjög hrifinn af öllu því sem hann sá héma, dáðist að því hvað bærinn er snyrtilegur og stórkostlegri náttúrunni. Hann sagði að Vestmannaeyjar væru ákjósanlegur staður fyrir kínverska ferðamenn sem sýnir að við þurfum bara að spila rétt úr þeim spilum sem við höfum á hendi.“ Þegar Bergur Elías er spurður um atvinnumál almennt byijaði hann á að nefna fund sem hann átti á föstu- daginn með forráðamönnum stærstu sjávarútvegsfyrirtækjanna. „Þetta var góður fundur og það er ekki lítils virði fyrir okkur að eiga þessi stóm og öflugu og fjárhagslega sterku fyrirtæki á landsvísu með sterkum stjómendum. Því ber að fagna. Við fómm yfir möguleika á að markaðssetja Vest- mannaeyjahöfn en þar geta leynst sóknarfæri. Það alvarlega er að land- vinnslan er ekki samkeppnishæf við sjóvinnslu og mun dragast saman að öllu óbreyttu. Það var líka rætt um tíu prósent álagið á ferskan fisk sem fer á markaði erlendis sem bitnar á tekjum sjó- manna, útgerðar og hafnarinnar. Við fómm líka yfir frumvarp sem miðar að því að gefa dagabátum kost á að fara yfir í aflamarkið. Auðvitað em menn ekki sáttir við að þurfa enn einu sinni að borga brúsann þegar kemur að því að ná sáttum í kvótakerfinu. Þeir sjá enga lausn í fmmvarpinu en telja nauðsynlegt að takmarka afla daga- bátana í tonnum talið og þar með koma í veg fyrir sífellt stærri hlutdeild þeirra af heildarafla, um þetta er einnig samstaða í bæjarráði eins og umsögn okkar um frumvarpið segir til um.“ Vissar áhyggjur af ffamtíðinni Þeir vom sammála um að leita allra ráða til að fá hingað störf frá hinu opinbera sem tengjast sjávarútvegi. Nefndi Bergur Elías í því sambandi Fiskistofu, Rannsóknastofu fiskiðn- aðarins, Vaktstöð siglinga og Skipaeftirlitið." En hvemig horfir framtíð Vestmanna- eyja við þér? „Það er auðvitað full ástæða til að hafa vissar áhyggjur en við getum líka verið sjálf okkur verst. Það vantar vissulega fjölbreyttari atvinnu fyrir ungt fólk sem hingað vill flytjast. Það verður að vera for- gangsverkefni næstu árin. En við verðum að gæta þess að festast ekki í einhveiju vonleysi og sjá ekki skóginn fyrir trjánum. Hér er gott að búa, þjónusta í flestum tilfellum eins góð og hvarvetna annars staðar og ég sé ýmis tákn á lofti um betri tíð. Þama höfum við verk að vinna, þú og ég, bæjarstjóm og allir sem hér búa,“ sagði Bergur Elías með áherslu. Hvað með samstöðuna í bæjarstjóm? „Það hefur talsvert gustað um bæjarstjóm síðasta árið en mér finnst þetta vera að róast. Sjálfur á ég ágætt samstarf við bæjarfulltrúa og meiri- og minnihluti er eitthvað sem spilar ekki stóra rullu í mína huga. Ég get nefnt í því sambandi að við Amar Sigur- mundsson, fulltrúi sjálfstæðismanna í bæjarstjóm, höfum að mínu mati náð að vinna vel saman,“ sagði Bergur Elías Agústsson að lokum. omar@eyjafrettir.is BERGUR: Ég vil skipta þessu í þrennt. í fyrsta lagi þurfum við að hvetja þá sem hér eru til að fjárfesta innanbæjar. í öðru lagi að fá hingað fleiri opinber störf. í þriðja lagi er mikilvægt að kenna Vestmannaeyingum að nýta Byggðastofnun og aðra opinbera sjóði til að efla hér atvinnulífið. Hvemig sem á því stendur þá hafa Eyjamenn ekki þurft eða viljað fara þessa leið eins og önnur sveitarféiög. Hér er allt gert á kröftunum en t.d. á Akureyri eru sjö manns sem gera ekkert annað en aðstoða fólk í gerð alls konar umsókna. Ef við náum í fjármagn og höldum kraftinum, erum við í fínum málum.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.