Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 27.05.2004, Blaðsíða 13

Fréttir - Eyjafréttir - 27.05.2004, Blaðsíða 13
Fréttir / Fimmtudagur 27. maí 2004 13 Landsmót Lúðrasveita í Eyjum 18. til 20. júní Dagana 18. - 20. júní nk. fer Lands- mót lúðrasveita fram í Vestmanna- eyjum. Landsmót er haldið þriðja hvert ár og þá safnast saman flestar af starfandi lúðrasveitum á landinu. Níu lúðrasveitir munu taka þátt í lands- mótinu og þar af eru tvær frá Finnlandi og Noregi. Reiknað er með milli 250 og 300 hljóðfæraleikurum á aldnnum 16 til 70 ára. A föstudegi landsmótsins spila lúðrasveitimar víðs vegar um bæinn og um kvöldið verða síðan tónleikar í Höllinni þar sem norska lúðrasveitin kemur fram. A laugardeginum munu síðan verða sameiginlegir tónleikar þar sem allar sveitimar koma fram. Samband íslenskra lúðrasveita, eða SIL, fagnar 50 ára afmæli sínu á árinu og gestgjafinn, Lúðrasveit Vest- mannaeyja, er einnig á merkum tímamótum, því sveitin á 65 ára afmæli á árinu. Er því vel til þess fallið að landsmótið fari fram í Vestmanneyjum að þessu sinni. Þess má geta að Lúðrasveit Vestmanna- eyja var ein af þeim sveitum sem stóðu að stofnun SIL á sínum tíma. Þetta er í þriðja sinn sem landsmól lúðrasveita er haldið í Vestmanna- eyjum. Fyrst fór landsmót fram 1960 og síðan árið 1989. Þegar nær dregur verður greint frekar frá framvindu mála. Nánari upplýsingar um landsmótið er að finna á www.eyjar.is/ludrasveit. Ólafur Þór Snorrason, formaður L.V. - olisnorra@isl.is/ 698-1051. Vilborg Sigurðardóttir, fjölmiðla- fulltrúi - ggvs@simnet.is / 847-4146. Mikill áhugi fyrir Vori í Eyjum Stefnir í stærstu sýninguna til þessa -segir Björgvin Þór Rúnarsson framkvæmdastjóri sýningarinnar MARINÓ Sigursteinsson og Helgi Hjálmarsson ætla að vera með myndarlegan bás á Vori í Eyjum. Um sjómannadagshelgina, dagana 4. og 5. júní næstkomandi fer fram sýningin Vor í Eyjum. Sýningin er haldin annað hvert ár og er komið að sýningarári en handknattleiksráð karla sér alfarið um skipulagninguna. Vor í Eyjum hefur vaxið jafnt og þétt frá fyrstu sýningunni og nú er svo komið að fyrirtæki eru farin að panta sýningapláss. Auk þess hefur sýning- in verið vel sótt, ekki síst eftir að hún var sameinuð Sjómannadeginum. Þá eru sjómenn Iíka í fríi og fjölmennt í bænum. Sýningin verður opin frá 14.00 til 21.00 á föstudeginum og frá 11.00 til 18.00 á laugardeginum . Björgvin Þór Rúnarsson tók að sér framkvæmdastjóm sýningarinnar fýrir hönd handknattleiksráðs og hann segir að undirbúningur sé núna á lokastigi. „Undirbúningurinn hefur gengið vel en við höfum verið frá áramótum í að undirbúa sýninguna. Undirbúning- urinn felst í því að hafa samband við fyrirtæki og einstaklinga, bjóða þeim pláss og mér sýnist að þessi sýning verði sú stærsta til þessa.“ Björgvin segir að í stað þess að væla út styrk frá fyrirtækjum, þá séu þau að setja sig í samband við félagið að fyrra bragði. „Þessi áhugi kom mér dálítið á óvart. Ég er svo til nýfluttur hingað aftur og eina sem maður heyrði héðan var barlómur í fólki. En eftir að ég fór að kanna markaðinn og ræða við fólk þá fundum við strax fyrir miklum áhuga. Núna em 26 fyrirtæki búin að skrá sig, bæði fyrirtæki hér innanbæjar og stór fyrirtæki á landsvísu. A sýningunni má svo finna allt milli himins og jarðar, bíla- og lyftarasýningar, leiktæki fyrir bömin, allt fyrir heimilið, tryggingar og margt fleira. Auk þess verðum við með skemmtiatriði báða sýningadagana, verðum væntanlega með létta keppni í samstarfi við Grím kokk og félaga hans í Höllinni þannig að það ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi á Vor í Eyjum.“ Sýningin í ár stendur aðeins í tvo daga, föstudag og laugardag en áður var sunnudagurinn líka inni í sýning- unni. En af hverju að breyta þessu? „Þegar ég fór að skoða þetta þá kom í ljós að þeim sem vom síðast á sýningunni fannst sunnudagurinn vera slakastur í aðsókn. Þegar þetta er gert á tveimur dögum þá verður dagskráin þéttari og að mínu mati sýningin betri. Þetta er það form sem ég tel vera best fyrir sýningu sem þessa.“ En hvar verður aðalsýningarsvæðið? „Aðalsýningarsvæðið, það er að segja básamir, verður í gamla salnum í íþróttamiðstöðinni en í nýja salnum verða bílasýningar. Það er auðvitað magnað fyrir okkur að hafa þrjá sali fyrir þetta þannig að við getum jafnvel haft ákveðið þema í hverjum sal fyrir sig. Svo verður auðvitað útisvæðið líflegt, lítill húsdýragarður og leiktæki þannig að bömunum leiðist ekkert á meðan foreldramir skoða sýninguna,“ sagði Björgvin að lokum Höfum ekki klikkað og klikkum ekki í ár -segir Helgi Hjálmarsson, versl- unarstjóri í Miðstöðinni sem sýnir á Vori í Eyjum Miðstöðin hefur ávallt lagt mikinn metnað : að vera með sem glæsi- legastan sýningabás og verður árið í ár engin undantekning en fyrirtækið hefur verið með sýningabás frá upp- hafi. Helgi Hjálmarsson, verslunarstjóri segir að Miðstöðin verði með fjöl- breytt úrval af vörum til sýnis. „Við munum að sjálfsögðu sýna okkar vinsælu nuddpotta, bæði frá Tengi og Baðstofunni en þeir vekja alltal' mikla athygli á sýningunni. Svo verðum við með lúxusbaðker og sturtur, flísar og parket frá Alfaborg og málningu frá Málningu ehf.“ En af hverju að taka þátt í sýningu sem þessari? „Þetta er auðvitað mikil auglýsing fyrir fyrirtækið því þama koma margir sem fara í gegnum sýningarsalinn. Við verðum lika varir við mikla sölu- aukningu og við seljum líka mikið á sjálfri sýningunni. En metnaðurinn er ávallt mikill hjá okkur, við höfum ávallt lagt mikið í okkar bás og klikkum ekki á því í ár frekar en fyrri ár.“ Full búð af nýjum vörum volare Sumaropnun Deloitte hf., Bárustíg 15, auglýsir breyttan opnunartíma í júní, júlí og ágúst sem hér segir: Mánudaga til föstudaga verður opið kl. 8.00 -12.00 og 13.00 -16.00 Frá og með 1. sept. 2004 verður opið eins og áður kl. 8.00 -12.00 og 13.00 -16.30. Deloitte Endurkoöun og ráðgjöf | s. 488-6000 Laugardaginn 29. maí Sparisjóðsmótið Háforgjafa sprengimót (punktamót) Verðlaun fyrir 1.2. og 3. sæti Sunnudaginn 30. maí Hvítasunnumót Með og án forgjafar. Verðlaun fyrir 1.2. og 3. sæti Guðrún Linda Atladóttir: Mér líst rosalega vel á þetta og það verður örugglega þrælgaman að þessu. Það skýrisi svo á næstunni hvort ég keinst á keppnina eða ekki. Sverrir M. Jónsson: Mér líst bara vel á þetta. Fólk fær þarna gott tækifæri á að koma sér á framfæri og svo fáum við væntan- lega gott þjóðhátíðarlag líka. Því miður Iftur allt út fyrir að ég komisl ekki á keppnina sjálfuren efég hef tækifæri lil þess, |iá mæti ég. (írétar Stefáusson: Mér finnst þetta framtak mjög sniðugt og gotl að tleiri hafi með það að segja hvaða þjóðhátíðarlag er valið. Ég er alvarlega að spá í að fara á keppnina.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.