Fréttir - Eyjafréttir - 27.05.2004, Blaðsíða 15
Fréttir / Fimmtudagur 27. maí 2004
15
SVÖRTU kollarnir voru áberandi við skólasiitin.
Þau út-
skrifuðust
á vorönn
Verslunarpróf:
Guðrún Sigríður Helgadóttir
Jóna Gréta Grétarsdóttir
Páll Magnús Guðjónsson
Iðnbraut vélsmiða:
Gísli Guðnason
H. stig vélstjórnar:
Kolbeinn Agúst Eiríksson
Vignir Amar Svafarsson
Almenn námsbraut I:
Asta Osk Sigurðardóttir
Sævar Þór Magnússon
Stúdentspróf:
Ástvaldur Helgi Gylfason
félagsfrb.
Karl Haraldsson félagsfrb.
Davíð Öm Guðmundsson náttóru-
frb.
Magni Freyr Ingason félagsfrb.
Einar Öm Ágústsson félagsfbr.
Maren Óskarsdóttir náttúmfrb.
Garðar Heiðar Eyjólfsson við-
skiptabr.
Njáll Ragnarssson félagsfrb.
Guðmundur Daði Haraldsson
náttúmfrbr.
Rakel Gísladóttir félagsfrbr.
Hafdís Ósk Ólafsdóttir félagsfrbr.
Sarah Khaliqhey félagsfrbr.
Halldór Jörgen Gunnarsson við-
skiptabr.
Sindri Haraldsson félagsfrbr.
Helga Jóhanna Harðardóttir
Smári Páll McCarthy náttúrfrbr.
Iris Sigurðardóttir félagsfrbr.
VíðirRóbertsson náttómfrbr.
Jóhanna Kristín Reynisdóttir
félagsfrbr.
Þórey Jóhannsdóttir náttúmfrbr.
Jónína Kristín Þorvaldsdóttir
félagsfrbr.
Jónína Margrét Kristjánsdóttir
félagsfrbr.
Viður-
kenningar
á vorönn
Fyrir góðan árangur í íslensku á
stúdentsprófi frá Sparisjóði
Vestmannaeyja
Rakel Gísladóttir
Fyrir góðan árangur í ísienskum
bókmenntum á stúdentsprófi
frá Eddu / Mál og menning
Hafdís Ósk Ólafsdóttir
Fyrir dugnað og árangur í
félagsmálum. frá Drífanda -
stéttarfélagi
Víðir Róbertsson
Fyrir góðan árangur í
raungreinum á stúdentsprófi frá
Hitaveitu Suðurnesja
Smári Páll McCarthy
Fyrir góðan árangur ívið-
skiptagrcinum á stúdentsprófi
frá Deloitte og Touche
Hafdís Ósk Ólafsdóttir
Fyrir góðan námsárangur í
viðbótarnámi til stúdentsprófs:
Garðar Heiðar Eyjólfsson
Halldór Jörgen Gunnarsson
Fyrir miög góða skólasókn á
vorönn 2004
Anna Kristín Magnúsdóttir
Fanney Sigmarsdóttir
Guðmundur Jónsson
Með sjálfstraustið í farteskinu
-þegar vonin og trúin bregðast, sagði Ólafur H. Sigurjónsson
skólameistari m.a. þegar hann ávarpaði nemendur sína
„Ég vil byija á að fagna því að sjá
ykkur öll hér í dag, þegar við fögnum
verklokum vetrarins og gleðjumst
með þeim er nú uppskera afrakstur
vinnu sinnar undanfarin misseri,“
sagði Ólafur H. Siguijónsson,
skólameistari í upphafi skólaslita-
ræðu sinnar. Sagði hann skólastarfið
á önninni hafa gengið nokkuð vel,
talsvert hafi verið um tilbreytingu
fyrir nemendur sem kennaramir tali
ffekar um sem truflanir því þeir vilji
gjaman hafa sem mesta samfellu í
kennslunni.
„Meðal annars höfum við fengið
ýmsar heimsóknir, bæði í fræðslu-
skyni og til skemmtunar. Eins og
undanfarin ár héldu nemendur sína
árshátíð, óvenju glæsilega og tóku
mörg þátt í að æfa og flytja leikverkið
„Stone Free“ með leikfélaginu. Við
fengum góða gesti utan úr Evrópu,
ffá samstarfsskólum okkar og
páskafríið var á sínum stað. Það var
einnig árleg vinnutöm í loðnu-
frystingunni, þar sem við höfúm oftar
en ekki þurft að slást um nemendur
okkar, við þá sem vinnuna bjóða. Að
þessu sinni tókst ágæt samvinna við
Vinnslustöðina og ísfélagið, þannig
að skólinn réði því hveijir fengu að
fara í vinnu og hveijir ekki. Þannig
var þeim nemendum sem slakasta
skólasókn höfðu, haldið að námi í
skólanum á meðan þeir sem mætt
höfðu vel fengu leyfi til að vinna.
Forsvarsmenn Vinnslustöðvarinnar
sýndu okkur svo á vordögum hversu
vel þeir kunnu að meta þessa
samvinnu, með því að færa skólanum
rausnarlega tækjagjöf. Okkar viðhorf
og ákvörðun í þessu máli byggðust á
því að viðurkenna í verki að við emm
hluti af lifandi samfélagi sem byggist
á samvinnu og jákvæðum
viðbrögðum, um leið og við sáum að
með þessu móti gátum við haft betri
stjóm á þessari árlegu og óhjá-
kvæmilegu truflun á skólastarfinu.
Skólinn okkar er 25 ára á þessu ári
og er afmælisins minnst með ýmsu
móti. Hin eiginlega afmælisveisla
verður 10. september, en þá er
aldarfjórðungur frá því kennsla hófst
undir merkjum Framhaldsskólans.
Þetta er ekki hár aldur fyrir skóla og
okkur sem starfað höfum við skólann
frá upphafi finnst tíminn hafa verið
fljótur að líða. Þegar litið er til baka
rifjast þó upp að ýmislegt hefur samt
gengið á og margt hefur breyst.
Skólinn byrjaði sem tveggja ára
skóli, með 82 nemendur, en Iljótlega
var tekin ákvörðun um að þetta yrði
fjögra ára skóli með blandað
námsframboð, bóklegt og verklegt.
Fyrstu stúdentar voru svo
brautskráðir 19. maí 1984, fyrir 20
ámm og fjöldi stúdenta nú er orðinn
rúmlega 560. Á sama tíma höfum við
útskrifað 480 nemendur með önnur
próf, iðnaðarmenn, sjúkraliða,
vélstjóra, stýrimenn, starfsbrautar-
nema og fólk með verslunarpróf. Það
má öllum ljóst vera að fyrir
bæjarfélagið hlýtur það að vera ein af
grunnstoðunum að hafa skóla sem
skilar stöðugum straumi ungs fólks
með fjölbreytta menntun út í
samfélagið. Bæjaryfirvöld á hverjum
tíma hafa líka stutt starf skólans og
barist fyrir tilveru hans og velferð.
Fyrir það kann ég þeim bestu þakkir.
í upphafi annar tók ég á móti
nemendum með tilvitnun í Káin, sem
hvatti þá til að standa sig og hjálpa
sér sjálf í stað þess að treysta á aðra.
Það verður svo bara að koma í ljós
hvort einhver hefur lært það, en víst
er að eitt af aðalmarkmiðum
menntunar er að hjálpa nemendum úl
að treysta þann grunn sem þarf að
hafa til að geta treyst á sjálfan sig.
Von og trú eru ágætar svo langt sem
þær ná og alveg bráðnauðsynlegar úl
að auka manni bjartsýni og þor. Þær
geta þó brugðist og gott að hafa
sjálfstraustið með í farteskinu ef svo
fer. Það er í þessu eins og öðru að
vandi fylgir vegsemd hverri og þeir
sem ná að byggja sig vel upp og
koma alls óhræddir og vel upplýstir
út í lífið, verða að gæta þess að
ofleika ekki, þannig að sjálfstraustið
birtist sem mont eða jafnvel hroki.
Ég óska ykkur öllum sem í dag
útskrifast frá skólanum gæfu og
velfamaðar í námi starfi og einkalífi.
Verið óhrædd við að takast á við þau
verkefni sem hugurinn stendur til,
vinnið af dugnaði og eftir þeim
reglum sem ykkur ber að fylgja, það
skilar sér margfalt til baka seinna.
Takið tillit til félaga ykkar og
samferðarmanna, verið sanngjöm en
þó trú sannfæringu ykkar. Með því
móti mun ykkur vel famast og þið
eignast trausta vini. Að endingu
langar mig að flytja ykkur eitt erindi
úr kvæði sem austfirski
hagyrðingurinn Hákon Aðalsteinsson
orti um skólan að Laugum í
Reykjadal.
Tímirm í áfongum lokkandi líður
lœðist um vonanna strœti og torg.
Framandi ósnortin framtíðin bt'ður
fœrandi hamingu, gleði og sorg.
Lífið er brothœtt, lánið er gjöf
leiktu þér aldrei á tœpustu nöf
Starfsfólki skólans og nemendum
öllum þakka ég samstarfið í vetur og
vona að ykkur líði öllum vel í sumar.
Lifið heil, skólanum er slitið,“ sagði
Ólafur að lokum.
Tólf stefna á framhaldsnám strax
Samkvæmt samantekt Margo
Renner námsráðgjafa hafa tólf
útskriftamemar ákveðið að fara í
framhaldsnám strax í haust.
Flestir fara í Háskóla íslands, eða
átta, einn ætlar í Hússtjómaskóla
Reykjavíkur, einn að Bifföst, einn í
Kennaraháskóla, einn í
Borgarholtsskóla, einn í Háskólann í
Reykjavík, einn í Tækniháskólann
og einn ætlar til írlands og í háskóla
þar.
Þeir stefna á mismunandi nám,
viðskiptafræði, sálfræði, sagnfræði,
félagsfræði, stjómmálafræði,
lögfræði, leikskólakennara,
tölvufræði og tveir ætla í iðnnám í
bflasmíði og málun. Þeir sem ætla að
taka sér hlé frá námi em ýmist búnir
að fá leið á skóla í bili, vantar
peninga eða em í vinnu.
Flest em komin með starf í sumar,
fimm í afgreiðslu, fimm í umönnun,
þrír í fiski, tveir í iðnaðarstörfum,
einn hjá Bæjarveitum, einn hjá
Vestmannaeyjabæ og einn á
sýsluskrifstofunni.