Fréttir - Eyjafréttir - 27.05.2004, Blaðsíða 16
16
Fréttir / Fimmtudagur 27. maí 2004
Skóladagar
grunnskólanna:
Skemmtileg
tilbreyting í
bæjarlífmu
Það er orðinn árlegur viðburður að
grunnskólamir, Hamarsskóli og
Bamaskóli, efni til skóladaga þar
sem nemendur og aðrir áhugasamir
fá innsýn í starf vetrarins. Skólamir
eru lagðir undir sýningar á verkum
nemenda sem líka bregða á leik og
svo er eitthvað selt í svanginn og
rennur ágóðinn í ferðasjóð nemenda.
Skóladagur Hamarsskóla var á
síðasta fimmtudag, uppstigningardag
og var þemað framtíðin. I
kjallaranum hafði verið slegið upp
myndarlegu kaffihúsi þar sem
ijómavöfflur og annað góðgæti var í
boði gegn vægu gjaldi. I skólastofum
gaf að líta myndverk og annað sem
nemendur höfðu unnið um veturinn.
Á sal var tískusýning þar sem gaf að
líta hvaða augum nemendur líta
fatatísku framtíðarinnar og náði hún
nánast út öldina.
Bamaskólinn var með sinn
skóladag á laugardaginn og var hann
ekki síðri. Einna mesta athygli vöktu
teikningar og málverk nemenda sem
sum hver vom stórskemmtileg og
ótrúlega vel unnar. Á sal fengu
nemendur svo tækifæri til að sýna
hvað í þeim býr á tónlistaisviðinu og
fleiri listasviðum.
Aðsókn hefur alltaf verið góð á
skóladagana og svo var einnig nú.
Eiga starfsfólk skólanna og
nemendur heiður skilinn fyrir að gefa
fólki tækifæri á að fá smá innsýn í
skólastarfið.
ÞAÐ var myndarlegt hlaðborðið sem boðið var upp á í Hamarsskóla.
i (mÁ $ fk jft ’ m
■k. ^ m -w im>s
ÞÆR voru ekki háar í loftinu, stelpurnar í Hamarsskóla, sem sýndu fatahönnun framtíðarinnar.
ÞAÐ var líka hægt að fá sér í svanginn í Barnaskólanum. FJÖRLEGIR litir í myndum nemenda í Hamarsskóla.
l./l /1 L 1. J
BRÁÐSKEMMTILEGAR myndir nemenda voru það sem vakti athygli í Barnaskólanum.
SVONA sjá nemendur Hamarsskóla fyrir sér bfla framtíðarinnar.