Þjóðhagsreikningar 1901-1945 - 01.08.1992, Page 32
Mynd 4 Skipting mannfjöldans á atvinnugeira 1901-1950
Ársmeöaltöl í þúsundum
í töflu 2.1.1 er því hin áætlaða framleiðsla annarra geira en A og B reiknuð með
því að nýta grunntöluna 615,56 kr. fyrir framleiðslu á mann í geirum C til F árið 1901
á verðlagi í júlí 1914. Þessi tala er fundin þannig:
1. Heildarframleiðsluverðmæti í
atvinnugeirum C til F árið 1945 758,1 ni.kr.
2. Deilistuðull m.v. 2% árlegan vöxt frá 1901 til 1945 2,39
3. Verðvísitala 1945, miðuð við júlf 1914 = 100,0 833,7
4. Mannfjöldi í atvinnugeirum C til F árið 1945 61.802
5. Framleiðslan á mann 1901 miðað við
verðlag í júlf 1914 (5. = 1./2./3./4.) 615,56 kr.
Fyrir tímabilið 1901-1944 er þessi tala, 615,56 kr. færð upp með margfeldisstuðli,
verðlagsvísitölu og mannfjölda í C til F hvert ár. Niðurstaðan, er sýnd í 4. dálki, og
með samlagningu 4., 5. og 6. dálks fæst áætlun um verga þjóðarframleiðslu á verðlagi
hvers árs (dálkur 7).
í töflu 1.3.1 er þjóðarframleiðslan reiknuð til fasts verðs og að auki er framleiðslan
sýnd á mann, og árlegar magnbreytingar á mann reiknaðar. Við útreikningana er byggt
á sérstakri verðvísitölu sem er að % hlutum vísitala neysluvöruverðs en að Vh vísitala
byggingarkostnaðar. Nánari grein er gerð fyrir þessari verðvísitölu í kafla 5 hér á eftir.
í kafla 2.2 er könnuð framleiðsluaukning á mann í landbúnaði og sjávarútvegi og
í öllum öðrum atvinnugeirum 1901-1945.
í kafla 2.3 er hið notaða hlutfall milli framleiðslu í sjávarútvegi og í atvinnugeirum
C-F prófað með samanburði við norsk hlutföll árið 1930.
í kafla 2.4 er gerður samanburður á áætlaðri framleiðniaukningu á mann á íslandi
og í Noregi 1901-1940.
í kafla 2.5 er VÞF áætluð 1946-1950 með sömu aðferð og notuð var 1901-1944 og
niðurstöður bornar saman við tölur Þjóðhagsstofnunar sömu ár.
30