Þjóðhagsreikningar 1901-1945 - 01.08.1992, Page 67
3.12 Verðlagning birgðabreytinga 1940-1945
Eins og fram kemur í grein 3.3 hér að framan þá eru birgðabreytingar 1905-1940
verðlagðar á meðalverði saltfisks. Ástæðan var m.a. sú að allt tímabilið 1905-1939 var
vægi saltfisks yfirgnæfandi í útflutningi botnfiskafurða, þótt mikilvægi annarra
verkunaraðferða færi smám saman vaxandi. Vegna styrjaldarinnar 1939-1945 verður
breyting á þessu. Árið 1940 er vægi saltfisks þó enn 40%, 1941 um 29%, 1942 um
12%, 1943-1945 er vægið hverfandi.
Ef sú forsenda stæðist að sæmileg samfylgni væri milli útflutningsverðs hinna ýmsu
verkunaraðferða miðað við saltfiskverð á árunum 1940-1945, líkt og var 1905-1939
mætti áfram nota saltfiskverð. Svo er þó ekki eins og eftirfarandi yfirlit sýnir.
Útflutningsverð 1940-1945,
krónur á þúsund kg.
Ár (1) Fullverkaður saltfiskur, þorskur , (2) Isvarinn fiskur nema flat- fiskur (3) (1) / (2) (4) Nýtt einingar- verð
1940 960 575 1.67 960
1941 1.470 507 2.90 846
1942 1.650 636 2.59 1.062
1943 2.172 721 3.01 1.204
1944 4.142 803 5.16 1.341
1945 2.214 820 2.70 1.369
Árin 1941 og 1942 er tilfært sérgreint verð fyrir fisk sem keyptur var og fluttur út
af Færeyingum og breska matvælaráðuneytinu (Ministry of food), þ.e. hreint fob verð.
Verð saltfisks og ísvarins fisks er tengt saman árið 1940 með þeim hætti að
verðhlutfallið fullverkaður saltfiskur á móti ísvörðum fiski það ár er notað á ísfiskverð
áranna 1941-1945. Hið nýja verð er sýnt í fjórða dálki töflunnar og er það notað til
þess að verðleggja birgðabreytinguna árin 1940-1945.
3.13 Saltfiskbirgðir 1926-1940 skv. talningu yfirfiskmatsmanna
í árlegum yfirlitsgreinum Ægis um sjávarútveg eru tilfærðar saltfiskbirgðatölur
yfirfiskmatsmanna við hver áramót frá og með 1926, og hægt er því að reikna árlegar
birgðabreytingar þessa fisks. Ýmist er nefnt að miðað sé við „þurran" eða „full-
verkaðan“ fisk, án þess að skýrt sé hvort fiskur á verkunarstigi sé þannig umreiknaður,
eða hvort aðeins sé talinn söluhæfur fiskur.
5
65