Þjóðhagsreikningar 1901-1945 - 01.08.1992, Page 69
Mismunatölur fyrir ár heimstyrjaldarinnar seinni eru án raunverulegrar merkingar,
þar sem grunnur talna yfirmatsmanna, saltfiskframleiðslan, féll svo til niður og
birgðabreytingar voru að mestu vegna annarra afurða. Sé litið á árin fram til 1940, þá
eru mismunatölur hæstar árin 1932, 1933 og 1936.
í töflu 3.13.2 er sýnt hve miklu munar um áætlun vergrar þjóðarframleiðslu þau þrjú
ár er mest munar, ef tölur yfirfiskmatsmanna væru notaðar sem mælikvarði á
birgðabreytingar botnfiskafurða.
Tafla 3.13.2
Mismunur birgðabreytingaáœtlana
sem hlutfall af vergri þjóðarframleiðslu
Ár (1) Mismunur áætlana þús. tonn (2) Verð kr. á tonn (3) (1) x (2) m.kr. (4) Verg þjóðar- framleiðsla m.kr (5) Hlut- fall
1932 8,1 422 3,5 177,7 2,0
1933 8,1 465 3,8 190,2 2,0
1936 -10,4 467 -4,9 219,8 -2,2
Skýringar við einstaka dálka:
(4) Sbr. töflu 2.2.1
(5) = (3) / (4) x 100
Niðurstöður þessara athugana verða þær að með hliðsjón af því að birgðatölur
yfirfiskmatsmanna eru bæði óvissar og aðeins tiltækar frá 1926, er ekki tekið tillit til
þeirra við áætlun 1926-1945. Við mat á birgðabreytingum verður því áfram fylgt þeim
aðferðum sem lýst er í kafla 3.3 hér að framan.
67