Þjóðhagsreikningar 1901-1945 - 01.08.1992, Page 105
5. Verðlagsvísitölur og samsettur verðlagskvarði
1901-1950
5.1 Inngangur
Til þess að gera raunvirðissamanburð á milli ára og tímabila á vergri þjóðar-
framleiðslu þarf verðlagskvarða. Gamla lánskjaravísitalan samsett úr vísitölum fram-
færslukostnaðar og byggingarkostnaðar hefir verið álitin sæmilegur mælikvarði á
almenna verðlagsþróun og örugglega betri en með því að innbyrða kaupgjald eins og
nú er gert.
Sú samsetta vísitala sem hér er notuð, er auk vísitölu byggingarkostnaðar, byggð á
vísitölu vöru og þjónustu (neysluvöruverðlag) en ekki framfærsluvísitölu. Fram-
færsluvísitalan var þeim annmörkum háð sem verðlagskvarði að hún var ákvarðandi
fyrir kaupgjald, hluta þess tímabils sem hér er athugað, og því voru oft gerðar
ráðstafanir til þess að halda vísitölunni niðri.
Hér skal nefnt að innbyrðing einhvers konar kaupgjaldsvísitölu myndi auka mjög
á áætlaða verðbólgu 1900-1945. Fyrir þetta tímabil gæti tæpast verið um að ræða aðra
kaupgjaldsvísitölu en vísitölu fyrir dagvinnukaup í almennri verkamannavinnu (Dags-
brún). En sennilega fór tímakaup í dagvinnu úr 0,20 kr. árið 1900 í 7,24 kr. árið 1945,
þ.e. 36 földun á meðan hinn nýtti verðkvarði sýnir 11-földun.
Þar sem útreikningur þeirra vísitalna sem nýta þarf hér, byrjaði ekki fyrr en 1914,
og þar sem seinni útreikningar, allt fram til 1938 mældu aðeins verðlag einu sinni á
ári, varð að finna grundvöll fyrir árin 1901-1914 og eins að áætla meðalverðlag seinni
ára, þannig að fá mætti samfellda röð vísitalna um meðalverðlag hvert ár. Útreikningur
hins samsetta verðlagskvarða er sýndur í köflum 5.2 til 5.4 hér á eftir.
5.2 Samsettur verðlagskvarði 1901-1950
í töflu 5.2.1 eru sýndar vísitölur fyrir meðalverðlag ára fyrir vöru og þjónustu
(neysluvöruverðlag) og fyrir byggingarkostnað, og reiknaður samsettur verðlagskvarði
á grunni þessara vísitalna fyrir umrædd ár. Arin 1946-1950 eru tekin með til þess að
geta notað sömu aðferðir við áætlun þjóðhagsstærða þau ár og notaðar eru hér fyrir
1901-1945. Með því móti ætti samanburðurinn við áætlun Þjóðhagsstofnunar
1946-1950 að verða betri.
Athygli skal vakin á því að í töflu XII-10 Arsmeðaltöl vísitölu vöru og þjónustu
1914-1983 í Tölfræðihandbók 1984 eru tilfærð önnur ársmeðaltöl 1914-1938 en hér
eru notuð, því tilfærðar eru októbervísitölur áranna.
103