Þjóðhagsreikningar 1901-1945 - 01.08.1992, Page 131
6.3.1. Hjú
Atvinnuheitin „hjú“, „innanhúshjú“, „ráðskonur“, „innanhúshjú hjá einstaklingum“,
„heimilishjú", „vinnukonur“ „o.fl.“, koma fyrir í manntölum 1901-1950. Þessir
einstaklingar taka ýmist beinan þátt í atvinnu „húsráðanda“ eða óbeint með því að inna
af hendi þá vinnu er ella félli á herðar húsráðenda sem þá eru skráðir í ákveðinn
atvinnugeira. Hvort heldur sem er þá virðist það gefa réttasta mynd af ráðstöfun
heildarvinnuafls þjóðfélagsins á hverjum tíma að flokka þessa einstaklinga á atvinnu-
geira „húsráðanda“. Athugandi er að vinna húsmæðra (giftra kvenna) fellur undir
atvinnugeira eiginmanns þegar, eins og hér er gert, miðað er við heildarfjölda
þjóðarinnar. Vinna þeirra er ekki sjálfstæð „atvinnugrein“ og vinna innanhúshjúa er
sama eðlis.
Upplýsingar til flokkunar hjúa undir A-F eru mismunandi.
1901 Manntalið gefur upplýsingar um skiptingu á 55 undirflokka og er fjöldi
alls 1.939.
1910 Eins og 1901, en á 79 undirflokka og er fjöldi alls 5.918.
1920 Eins og 1901, en á 135 undirflokka og er fjöldi alls 6.384.
1930 Manntalið gefur upplýsingar um skiptingu á 8 aðalflokka sem ekki að öllu
eru sambærilegir við A-F, en vel nothæfir með öðrum upplýsingum til
flokkunar á A-F. Athugandi er að í manntali 1930 er gerður samanburður
á fjölda „atvinnuhjúa“ og „innanhúshjúa" í sveitum árin 1920 og 1930,
heildarfjöldi er álíka, en flokkun allt önnur.
1920 1930
Vinnukonur bænda og húsmanna
í sveit taldar atvinnuhjú 1.536 3.215
Innanhúshjú í sveit 3.058 1.036
Samtals 4.554 4.251
Fjöldi hjúa alls 5.612.
1940 Líkt og 1930, nema 8 aðalatvinnuflokkar. Fjöldi alls 4.300.
1950 Líkt og tvö fyrri manntöl. Fjöldi alls 1.848.
9
129