Þjóðhagsreikningar 1901-1945 - 01.08.1992, Page 134
stöðum, en mannfjöldi alls í kaupstöðum og verslunarstöðum var um 18.000, þar af
í Reykjavík 6.682. En í Reykjavík voru 529 af þeim 1.867 sem alls voru skráðir í (55)
„Menn án tilgreindrar atvinnu" Það er því ljóst að skráning á landbúnað kemur vart
til greina.
I öðru lagi er fjöldi þeirra sem skráðir eru (47) “Daglaunamenn og því um líkir“
árið 1901 einkennilega lágur. Þannig voru 1890 alls 2.355 skráðir sem „Daglejere" en
aðeins 1.734 árið 1901 en aftur 4.150 árið 1910.
Þótt skipting hinna 4.150 daglaunamanna árið 1910 sé reist á nokkuð veikum grunni
verður hún engu að síður einnig notuð fyrir árið 1901 og látin ná til alls 2.934, þ.e.
1.734 daglaunamanna og 1.200 af 1.867 án tilgreindrar atvinnu.
Niðurstaðan er þessi:
Skráð á 1901 1910
B. Sjávarútveg 293 415
C. Byggingarstarfsemi 587 830
D. Iðnaður, iðja 293 415
E. Þjónustustarfsemi,
verslun, samgöngur o.fl. 1.761 2.490
Alls 2.934 4.150
6.3.3. Eignatekjur og styrkur frá einkaaðilum
Þessi hópur fólks er tekinn með þótt hafa verði í huga að tekjur hans eru
tilfærslutekjur frá öðrum og koma ekki beinni framleiðslu við. Manntölin gefa ekki
upplýsingar um frá hvaða atvinnugeira tekjur þessarra einstaklinga komu. Það eina
sem vitað er, er að þær komu ekki frá hinu opinbera. Sveiflur í fjölda einstaklinga eru
miklar.
Manntöl Undirflokkar Fjöldi
1901 50,51,52 1.437
1910 72 773
1920 122,123 1.728
1930 127,129 2.202
1940 154,156 2.704
1950 Utan flokka 1.374
0 Þessi tala kemur ekki fram í manntali 1950. Tala framfærenda er sögð vera 854.
Árið 1940 var hlutfallið: Framfærendur og framfærðir 1,61 Talan árið 1950 er því
áætluð samkvæmt því 854 x 1,61=1.374.
132