Þjóðhagsreikningar 1901-1945 - 01.08.1992, Page 157
8. Áætlun dr. Gísla Blöndals
um þjóðartekjur 1901-1934
8.1 Inngangur
Doktorsritgerð Gísla Blöndals, sem hann skrifaði við London School of Economics
árið 1965 ber heitið „Þróun útgjalda hins opinbera í hlutfalli við þjóðartekjur á
íslandi“. Hún tekur til tímabilsins 1876-1960. Viðauka kafli ritgerðarinnar fjallar um
þjóðartekjur 1901-1934 og birtist hann í íslenskri þýðingu í Fjármálatíðindum 1978,
bls. 98-111. Vísað er til þeirrar greinar hér á eftir.
Tölum Gísla var ætlað að samsvara þeim er Hagstofa Islands áætlaði á grunni
skattframtala fyrir 1935 og gaf heitið „Þjóðartekjur“ en síðar og réttara „Heildartekjur
einstaklinga og félaga“. Skipulagsnefnd atvinnumála birti í áliti sínu árið 1936 yfirlit
á bls. 60 urn „Hreinar tekjur á íslandi 1929-1934“ einnig unnið á grunni skattframtala,
en án leiðréttingar vegna leyfðs frádráttar sem Hagstofa gerði í sínum áætlunum. Um
þetta er fjallað í viðauka 3.
Árið 1934 nýtti Gísli sem tengiár milli stærðar er hann áætlaði 1901-1934 og nefndi
„verg þjóðarframleiðsla“ og áætlunar Skipulagsnefndar um „Hreinar tekjur á Islandi“
það ár. Gísli áætlaði að hið fundna hlutfall milli stærðana árið 1934 hefði verið óbreytt
1901-1934 og gat því reiknað þjóðartekjur (hreinar tekjur) sömu ára. Á yfirliti bls. 105
í grein Gísla er þetta hlutfall reiknað og er sem næst:
þióðartekjur
----------------- = 0,8503
þjóðarframleiðsla
Áætlanir Gísla, bæði um þjóðarframleiðslu og þjóðartekjur, eru athugaðar hér á eftir,
sbr. kafla 8.2 til 8.5.
8.2 Þjóðartekjur og þjóðarframleiðsla 1901-1934
Hér á eftir er aðferð Gísla þrædd hvað varðar forsendur, en þær tölur og talnaraðir
er hann byggði á, endurskoðaðar í ljósi upplýsinga er ekki voru tiltækar árið 1965 er
hann gerði áætlun sína.
8.2.1 Mannfjöldatölur atvinnugeira
Gísli skipti mannfjölda hvers árs á fjóra geira, landbúnað, sjávarútveg, aðra atvinnu
og óflokkað (ellilífeyrisþegar o.fl.). Það er einnig gert hér, en til landbúnaðar og
sjávarútvegs eru auk þess taldir þeir er unnu að vinnslu afurða að útflutningsstigi eða
dreifingu innanlands, þó ekki smásölu. Með þessu næst betra samræmi við verðmæti
155