Þjóðhagsreikningar 1901-1945 - 01.08.1992, Page 159
8.2.5 Viðmiðunarárið 1934
í samræmi við aðferð Gísla verður árið 1934 notað sem grunnár, bæði hvað varðar
verðlag, sbr. töflu 2 í grein hans, og einnig til þess að meta hlutfall milli þeirra stærða
er hann nefnir: „Hreinar þjóðartekjur“ og „Verg þjóðarframleiðsla“. Yfirlit sam-
svarandi yfirliti Gísla neðst á bls. 105 í grein hans er þannig:
(1) þús.kr. (2) m.kr.
Þjóðartekjur + óbeinir skattar - Niðurgreiðslur 11.276 2.128 107,6
Alls viðbót 9.148 9,1
+ 7% afskriftir af
vergri þjóðarframleiðslu 8.785 8,8
Verg þjóðarframleiðsla 125,5
Þjóðartekjur eru tilfærðar samkvæmt töflu 4 í viðauka 3, þ.e. tala Skipulagsnefndar
um „Hreinar tekjur á íslandi“ er leiðrétt til samræmis við tölur Hagstofu 1935 og síðar
um þjóðartekjur. Ekki þótti ástæða til þess að áætla verga þjóðarframleiðslu nákvæmar
en þjóðartekjur, þ.e. í m.kr. með einum aukastaf, sbr. 2. dálki. Hlutfallið
107,6
-------- = 0,8574
125,5
verður því notað hér í stað 0,8503 hjá Gísla.
8.2.6 Framlag annarra atvinnugeira 1934
Þetta framlag er áætlað þannig:
m.kr.
Verg þjóðarframleiðsla 125,5
Þar af
Landbúnaður -40,8
Sjávarútvegur -45,2
Aðrir atvinnugeirar 39,5
Mannfjöldi í öðrum atvinnugeirum 1934 er reiknaður 44.893, sbr. 6. kafla og
framlag á mann því kr. 880.
157