Þjóðhagsreikningar 1901-1945 - 01.08.1992, Page 174
c) Áœtlun um slátrun haustið 1947
í Arbók landbúnaðarins árið 1950 er á bls. 135 gerður samanburður á áætlun um
slátrað fé haustið 1947 og framtali búnaðarskýrslna.
Áætluð slátrun
Talið vanhaldafé
Fjöldi
487.520
-7.423
Slátrun til samanburðar við búnaðarskýrslu 480.097
Talið á búnaðarskýrslu
408.001
Mismunur
72.096
Þetta samsvarar áætlaðri viðbót 17,7%, að vísu eru þetta ekki tölur um bústofn, en
varla er ástæða til þess að áætla hann betur talinn fram.
d) Kjötverðlagsnefnd stofnsett 1934
Sennilegt þykir að aðhald við framtöl hafi eitthvað farið vaxandi vegna þessa. Hin
áætlaða viðbót 20% sem var látin gilda 1910-1930, er því lækkuð í 15% 1935-1945,
annar fótur er ekki fyrir þessu nema það sem nefnt er undir c) hér á undan.
Niðurstaðan er sú að fyrir þau markár sem sérstaklega eru athuguð verða viðbætur
við framtalinn stofn áætlaðar þessar:
Árið 1901
Árið 1905
Árin 1910 - 1930
Árin 1935 - 1945
31%
23%
20%
15%
Heildsöluverð dilkakjöts
Heildsöluverð var aðeins skráð þrjú síðustu markárin, 1935, 1940 og 1945. Fyrir
önnur þessara ára verður að gera áætlanir um þetta verð „að mörkum smásölu“, þ.e.
með slátur-, geymslu- og frystikostnaði meðtöldum.
a) 1901, 1905 og 1910
Innkaup Laugamesspítala voru um 5.000 kg. kindakjöts ár hvert. Ekki er vitað um
hvemig þau skiptust milli dilkakjöts og annars, né heldur á hvaða tíma árs kaup fóru
fram, á sláturtíð eða utan. Hinsvegar er nefnt „nýtt kjöt“ og „fryst“. Ekki er vitað um
afslátt vegna magninnkaupa, en hér verður reiknað með því að „heildsöluverð“
dilkakjöts hafi verið 90% af því er Laugamesspítali greiddi að meðaltali fyrir
kindakjöt (sbr. það er Indriði Einarsson segir í athugasemdum sínum, Landshag-
skýrslur 1912, bls. 405: ..fær spítalinn allt sem hann kaupir (nema verkalaun) fram
að því 10% ódýrara en einstakir menn“).
172