Þjóðhagsreikningar 1901-1945 - 01.08.1992, Page 198

Þjóðhagsreikningar 1901-1945 - 01.08.1992, Page 198
Þótt hinn áðumefndi útreikningur Hagstofunnar hafi ekki verið birtur fyrr en 1923, þá hafði Hagstofan safnað verðupplýsingum frá og með júlí 1914 þannig að hægt var að verðleggja allar þær vörur og þjónustu, sem voru í grunni vísitölunnar frá þeim tíma, og niðurstöður, þ.e.a.s. vísitölur með júlí 1914 = 100,0, voru reiknaðar fyrir október ár hvert fram til 1939, er ákveðið var með lögum um gengisskráningu frá 4. apríl það ár að reikna skyldi ársfjórðungslega vegna ákvæða laganna um dýrtíðar- uppbót á laun. Við mælingar á verðlagi neysluvöru og þjónustu 1900-1938 er því ástandið þetta: Enginn mælikvarði er til fyrir tímabilið 1900-1914 °, fyrir tímabilið 1915-1938 er aðeins einn mælipunktur á hverju ári, í október2>, og á tímabilum mikilla verð- breytinga, svo sem var 1914-1920, gefa þessir mælipunktar á síðasta ársfjórðungi hvers árs varla góða mynd af verðlagi almanaksársins, þ.e. meðalverðlagi 1. janúar til 31. desember. I því sem á eftir fer er leitast við að leysa báða þessa vanda, hinn fyrri aðallega með því að nýta þær ýtarlegu verðupplýsingar sem hægt er að fá úr reikningum Holdsveikraspítalans í Laugamesi, og hinn síðari með talnalegum aðferðum. TímabiliÖ 1900-1914 Eðlilega þarf fyrsta tímabilið, árin 1900-1914, mestrar athugunar við, því verðlags- þróun þeirra ára hefur ekki áður verið færð í vísitölubúning. Auk þess koma upp tengingarvandamál, samanber lok þessa kafla, og vandamál varðandi samsetningu vísitölugrunns, þ.e. um hlutfallslega þyngd t.d. matvælakaupa á móti fatnaðarkaupum o.s.frv. Augljóst er að grunnur, sem mæla á verðbreytingar á þessu tímabili, verður að hafa aðra samsetningu en hinn elsti grunnur Hagstofu Islands, sem ætlað var að mæla breytingar fram á við frá júlí 1914. Taka verður einnig tillit til þess hvaða verðbreytingar yfirleitt er hægt að mæla á þessu tímabili, með öðrum orðum, gefa verður þeim vörum og þjónustu sem einhver leið er að verðleggja ár eftir ár hlutfallslega meiri þyngd en rétt væri, ef fjölbreyttari verðupplýsingar væru tiltækar. Hér verður einfaldlega að treysta því, að þolanleg samfylgni sé milli verðs á því, sem hægt er að verðmæla ár eftir ár, og á því sem ekki er þannig ástatt um. Samkvæmt elsta íslenska vísitölugrunninum, sem notaður var þar til fyrsta neyslu- rannsóknin var framkvæmd, voru ársútgjöld 5 manna fjölskyldu í Reykjavík áætluð kr. 1.800,00 á verðlagi í júlí 1914. Sá grunnur var þannig samsettur: !) Samanber þó áætlun Indriða Einarssonar í Landshagsskýrslum 1912, bls. 411, þar sem hann m.a. á grunni reikninga Laugamesspítala áætlar að „nauðsynjar fyrir einhleypan mann hafi hækkað 1898-1912 . . . um 43%“. 2) Samanber þó það sem sagt er um ársfjórðungslegar verðupptökur Hagstofunnar í kafla um tímabilið 1914-1938. 196
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238

x

Þjóðhagsreikningar 1901-1945

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðhagsreikningar 1901-1945
https://timarit.is/publication/1003

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.