Þjóðhagsreikningar 1901-1945 - 01.08.1992, Page 208
Fylgiskjal I
Verblag og verðlagsbreytingar 1899-1912 samkvœmt reikningum Laugarnesspítala.
í Landshagsskýrslum 1912 er mjög ýtarleg skýrsla um innkaup Laugamesspítala
1898-1912. f því sem á eftir fer er árinu 1898 sleppt þar sem spítalinn starfaði aðeins
þrjá síðustu mánuði ársins.
í skýrslunni er þannig flokkað:
A. íslenskar vörur.
1. Matvörur.
2. Ýmsar vörur.
B. Erlendar vörur.
1. Matvörur.
2. Ýmsar vörur.
Fyrir hvert ár eru tilfærð öll innkaup, bæði magn og verð, auk þess er tilfært keypt
heildarmagn og meðalverð hverrar vörutegundar hvert ár.
í eftirfarandi töflum eru nýttar heildarmagntölur fyrir 1899-1912 og hin tilfærðu
meðalverð fyrir ár hvert. í töflu 2 eru matvælainnkaup flokkuð á annan veg en í
umræddri skýrslu. Flokkað er þannig:
A. Kjöt (7 vörutegundir)
B. Mjólk o.a. (5 vörutegundir)
C. Fiskur (3 vörutegundir)
D. Jarðávextir (2 vörutegundir)
E. Erlendar matvörur (16 vörutegundir)
í skýrslunni eru mun fleiri vörutegundir, sumar að litlu magni og aðrar ekki skráðar
nema einstök ár. Umreiknað magn og verð þeirra hefur verið fellt inn í tilfært magn
og verð hinna 33 vörutegunda, þannig er t.d. tólg talin með mör, heilagfiski með
öðrum fiski, steyttur sykur með höggnum o.s.frv. Jafnvel eftir að þannig voru felldar
niður vörutegundir sem ekki voru árvissar, komu „göt“ í innkauparöðina fyrir hinar
tilfærðu vörutegundir. Verð á þeim, þau ár sem innkaup voru ekki skráð, var álitið
breytast línulega milli skráningarára, eða fylgja verðbreytingum líkra vörutegunda.
Þessar ágiskunartölur eru tilfærðar innan sviga í töflunni.
I töflunni er tilfært:
1. Vörutegund.
2. Heildarmagn innkaupa 1899-1912.
3. í næstu fjórtán dálkunum, sem merktir eru árunum 1899-1912, eru
tilfærðar tvær tölur, sú efri er meðalverð vörutegundarinnar það ár, tilfært
í aurum, sú neðri er verð allra innkaupa (sbr. dálk 2) á verði ársins.
Tilfærðar eru samtölur fyrir flokkana (kjöt o.s.frv.).
206