Nýtt S.O.S. - 01.02.1957, Blaðsíða 13

Nýtt S.O.S. - 01.02.1957, Blaðsíða 13
Nýtt S. O. S. 13 fullu staðfest, hvaða menn það voru, er rak drukknáða á strönd Borkum eyjar. Nema hafnsögumaðurinn Glienke, sem fór um borð í skipið í Emden til þess að sigla því til sjávar, en varð að hafast við í skip- inu, vegna þess að ófært var að komast yf- ir í hafnsöguskipið „Borkum". Þrettán hinna sjódrukknuðu manna eru af áhöfn Irenu Oldendorff. Atta eru frá Liibeck, skipstjórinn, þriðji stýrimaður, annar og þriðji vélstjóri, þrír hásetar og skipsdreng- urinn. Hinsxegar veit enginn, hver hafa orðið afdrif fyrsta vélstjóra og hinna háset- anna. Eru jreir í flaki skipsins, eða hafa þeir komizt af og hrakið af réttri Ieið? Eða mun sjórinn einhvern tíma skola lík- um jreirra að landi? Tuttugu og tveir jjýzkir sjómenn hala látið lífið með sviplegum hætti. Enginn jreirra hefur getað kvatt sína nánustu, allir ætluðu jreir sér að sigla enn e mörg, mörg ár. Sennilega hefur enginn þeirra hugsað alvarlega um dauðann, ekki heldur hin síðustu augnablik, þá er ströndin blasti við jteim að morgui hins síðasta dags. „Móðir mín, ef þú fréttir einhvern tím- ann, að skip mitt hafi sokkið, vertu þá ekki sorgmædd, því hafið er einnig mitt heimili." En mundu þau orð veita hinum syrgj- andi mæðrum nokkra huggun? Tuttugu og tvær þýzkar fjölskyldur byrja árið með djúpri hryggð. Mæður hafa misst syni sína, konur eiginmenn sína og börn feður sína. Með Joeim syrgir allt Þýzkaland. Flok Irenu Oldendorff. Það er nú full vissa fyrir því, að flutn- ingaskipið frá Liibeck er ekki lengur of- ansjávar. Það hefur farizt úti fyrir srrönd Borkum eyjar. Hafnsöguskipið „Borkum" hefur frá miðjum degi 31. desember, stöðugt verið að leita einhverra verksummerkja, á Jovl svæði, er talið var að skipið hefði farizt. Fjórir clagar líða áður en leitin ber nokkttrn árangur. Hver einasta spýta, er flýtur á sjónum, er vandlega rannsökuð. Hefði skipið farizt á tundurdufli, sem að vísu er ósennilegt, þá mundi flakið af skip- inu einhverntíma korna í leitirnar. I.oks Joann 4. janúar finnst olíublettur á sjónum, um hálfa sjómílu í norðaustur frá vitanum „J/E 1“. Skyldi joessi olíublettur vera í nokkru sambandi \ið Irenu Oldendorff? Skipið hefði joá verið Joarna á siglingaleið og ekki lengra frá landi en svo, að aftursiglinga- ljósin sáust á þessurn slóðum, en þó hafði enginn tekið eftir neyðarmerkjum frá skip- inu. Er hugsanlegt, að skipið hafi sokkið aðeins tíu mínútum eftir að ljós þess sá- ttst síðast? Það er óhugsanlegt. Samt er olíubletturinn merktur inn á sjókortið og staðan tilkynnt sjórannsókn- arstofnuninni í Hamborg. Rannsóknaskipið Atair starfar i þjón- ustu þessarar stofnunar. Því er skipað á leitarsv.^ðið úti fyrir Borkum. Hinn 5. janúar 1952 er Atair kominn á staðinn. Leit er hafin með til þess gerð- um tækjum skipsins. Oh'ubrákin er enn á sjónum og ná- kvæmlega á þeim stað, er merktur var á sjókortið.

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.