Nýtt S.O.S. - 01.02.1957, Blaðsíða 17

Nýtt S.O.S. - 01.02.1957, Blaðsíða 17
Nýtt S. O. S. 17 er örðugt að komast að óyggjandi niður- stöðu. vegna þess að engin eftirlifandi vitni eru til frásagnar um atburðinn. Við bráðabirgðarannsókn málsins hefur Iiöfuðathyglin beinst að hleðslu skipsins, þ\í þar Iiugðu menn, að helzt væri að leita orsakar slyssins. Allir þeir, er ein- hverjar upplýsingar gátu veitt um hleðslu skipsins og hvernig farmurinn var settur i það, eru spurðir spjörunum úr. Auk þess hafa fyrirspurnir verið sendar skipa- smíðastöðinni, útgerðarfélaginu og skipa- skpðunarmönnum. Sjódómurinn gerir sér allt far um að fá óyggjandi vissu um hvemig Irena Oldendorff var hlaðin er hún hóf sína síðustu ferð. \'ið rannsókn málsins kom að sjálfsögðu í Ijós, að skipið var ofhlaðið koksi, er nam hundrað tonnum, cnda þótt undan- þága væri veitt til að taka þá viðbót. En sú undanþága náði aðeins til siglingar milli þýzkra hafna. Þá gildir einu, hvort skipið ætlar með fram sinn til Holtenau eða til Eystrasaltshafna. En nti skeði slys- ið ekki á erlendu farvatni heldur fyrir framan þýzka strönd. Hinsvegar verður ekki litið öðruvísi á, en þar sem skipið var á leið meðfram ströndinni, þá hafi þessi 100 tonn er voru umfram, ekki ver- ið flutt í trássi við siglingalögin. E'n þrátt fyrir það verða þessi hundrað tonn eitt merkilegastta rannsóknarefnið fyrir sjóréttinum. Þá er dæma skal um traustleika skips- ins og burðarhæfni, er mjög mikilvasgt, að þyngdarpunkturinn sé réttur. Sú vitn- eskja fæst með því að vita nákvæmlega um hliðarhallaþol þess. Sú rannsókn eða hæfniprófun hefur aldrei verið gerð á Irenu Oldendorff. Eins og áður er getið, hafði slík athugun aðeins verið gerð á Charlotte Schröder og hún látin gildá fyrir öll skipin fjögur, er voru sviptið að gerð. Sem dæmi til skýringar skulum við hugsa okkur, að við sjáum fimm vörubíla í verksmiðju, er h'kjast hver öðrum svo mjög, að enginn munur er sjáanlegur. Samt munu bílstjórarnir halda því fram, eftir að bílarnir hafa verið teknir í notk- un, að burðarþol þeirra sé misjafnt á ýms- ah hátt. Munurinn á skipum, byggðum eftir sama uppdrætti. verður þó miklu meiri. Þrátt fyrir það er í vissum tilfellum Ieyft, að láta híefniprófun eins skips gilda íyrir systurskiþ, byggt samkvæmt sömu teikn- inguu. Sönnunargögn þau er fyrir lágu sýndu, að útreikningar varðandi gerð skipsins urðu ekki \ éfengdir fræðilega, hitt er svo annað mál. hvernig skip stenzt dóm reynslunnar, en þá er það þyngdarpunktur skijisins, sem hefur einna mikilvasgustu hlutverki að gegna. En í þessu tilfelli stóðst Irena Olden- dorff ekki þá raun. Auk þess kom annað ekki siðúr mikilvægt atriði til sögunnar. Samkvæmt t'isk útgerðarfélagsins voru vélar og katlar settir fimm röngum fram- ar, þ. e. 3,25 m. en í hinum öðrum skip- um félagsins Auk þess höfðu verið sett vatnsþétt skil- rúm hálfhá í aftari lest. Þar bak við var hólf, er var fyllt með vatni sem kjölfestu. Þá hafði eins og áður er vikið að, farið fram breyting í vélarrúmi. Þá varð að nota nokkurn hluta kjölfestuhólfsins í tvö- falda botninum sem olíutank. Við þessa breytingu hefur tonnatala skipsins aukizt um 25 tonn og burðarþolið þá breytzt um leið. Þyngdarpunktur Irenu Oldendorff er því nokkur annar en systra- skipanna, þótt ekki muni miklu.

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.