Nýtt S.O.S. - 01.02.1957, Blaðsíða 27

Nýtt S.O.S. - 01.02.1957, Blaðsíða 27
Nýtt S. O. S. 27 á Hæð 60, að blóðugir bardagar geisuðu í nánd við Ypres. Plamondon borðaði morgunverð með konu sinni og syni sínum í Waldorf-Ast- oria, í íbúð þeirra á áttundu hæð. Hann bafði ekki ánægjuna eina af þessu, því að Plamondon hinn ungi minnti föður sinn á óskir sínar um að ganga í frönsku út- lendingaherdeildina. Ambrose bar fram sem rök daglegar stríðsfréttir frá London — Þjóðverjar „krossfestu" kanadiska her- menn, nauðguðu belgískum konum og skytu eiginmenn þeirra köldu blóði.... „Hvers konar fréttir heldur þú að komi frá I,ondon?“ lireytti faðir hans út úr sér. „Þar eru Englendingar — og þeir eru í stríði við Þýzkaland.“ Hann gaf til kynna, að þessum umræð- um væri lokið, tók upp vasabókina sína og hripaði eitthvað niður hjá sér. Síðan bætti hann við: „Hvers vegna ferðu ekki til San Fran- cisko til að sjá sýninguna? Ríddu bara, þangað til við komum aftur — við verð- um bara nokkrar vikur í burtu.“ Tíminn leið óðliuga. Sjómenn og vél- stjórar voru að búa mörg skip til ferðar við hafnarbryggjurnar í Nevv York, og þeir, sem með þessum skipum ætluðu að fara, voru önnum kafnir. Frú Plamondon ætlaði að fara til Bryants og líta svo inn í vefnaðarvöruverzlun Wanamaker’s. Hún naut þess eins að ganga niður Fifth Aven- ue og sjá klæðnað annarra kvenna. Am gekk út í milt og rakt morgunloft- ið og beint í skólann. Honum v'arð litið á langa röð fjögurra og fimrn hæða hús- anna, sem ýmist voru úr höggnum steini eða múrsteini, við Park Avenue, og Jrá var það, að hann ákvað að skella skoll- eyrum við viija föður síns og láta skrá sig, hvað sem tautaði. Haim skundaði yfir Madison torg, síðan Fifth Avenue, skaust fram fyrir sporvagna og sveigði hjá strætisvögnunum háu, stökk upp í einn þeirra á leið til neðanjarðar- stöðvarinnar við Seventh Avenue, og Jrað- an ætlaði hann til Morningside Hill. Vor- ilmurinn og gróandinn lá í loftinu, og saman við hann blandaðist þefur af liest- um, heitum gangstéttum, malbiki, benzín- stybba og meira að segja Jressi myglujæf- ur, sem leggúr frá gömlum byggingum. Um sömu rnundir var kona ein í Taft- ville, Connecticut, að búast til ferða upp á eigin spýtur. Elisabeth Duckworth hafði látið niður í tvær geysistórar strátöskur. og Jxer voru svo úttroðnar, að tengda- sonur hennar, Bill Smith, óttaðist, að þær rifnuðu. Hún hugðist gista hjá vinum sín- • um í Brooklyn á leið sinni til New York. jjaðan sem hún ætlaði að fara um morg- uninn. Bill átti fullt í fangi með að fvlgja Jress- ari einbeittu, kjarkmiklu konu eftir, er hún strunsaði fram hjá vefstofunni, þar sem hann vann. Hún hafði einnig unnið þar sem baðmullarvefari til skamms tíma. Þau héldu för sinni áfram niður Nor- wich Avenue að rafmagnsstrætisvagninum, ,sem skyldi flytja hana til New London, en Jtar ætlaði húri að ná í lestina. Ekki blikuðu nein tár í augum Elísabet- ar, er hún tók við iittroðinni töskunni, sem hann hafði borið. Eins og örskot hvarf hún inn í strætisvagninn og innan stundar var hún liorfin fyrir hornið og niður hæðina í litlu verksmiðjuborginni. Hugur Elísabetar reikaði aftur til Black- burn, er vagninn brunaði fram hjá græn- um trjánum, gegnum litlu bæina meðfram Éonnecticut-fljótinu og yfir gjálpandi læki. í Blackburn fæddist hún fyrir 52

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.