Nýtt S.O.S. - 01.02.1957, Blaðsíða 26

Nýtt S.O.S. - 01.02.1957, Blaðsíða 26
a() Nýtt S. C). S.----------------------- vegna yfirvofandi áfengisbanns í Banda- ríkjunum. Þarna var sérvitur, en kunnur Iieimspekirithöfundur frá borg í ofan- vei’ðú New York fylki. Frægur leikstjórí. sem hafði gert rekstur leiklniss arðvæn- lega atvinnugrein. Heimskautakönnuður. Kona nokkur, spíritisti, sent skundaði til fundar í Sálarrannsóknarfélaginu í Lond- on. Bílaframleiðandi og maður, sem seldi keðjur á bíla. Foreldrar með sex börn sín. Mörg lmndruð ungra manna og kvenna, sem veröldin hafði aldrei heyrt nefnd á nafn. Úr stjórnkleíanum fylgdist Schwieger stöðugt með skipinu. Þótt hann í öllu dag- fari væri gæðamaður og kurteisin sjálf, var það nú skylda hans að eyðileggja þetta risaskip. Tilfinningar eða jafnvel eftir- þankar fengu ekkert rúm í stríðsartikúlum hans eigin lands eða én'inanna. Nú stýrði Schwieger kafbátnum til at- lögunnar. Hann átti um tvo kosti að velja, annaðhvort að skjóta tundurskeyti eða láta tækifærið ganga sér úr greipum. Rödd tundurskeytaskyttunnar barst í talpíp- unni með málmkenndum hljóm. „Tundurskeyti tilbúin til að skjóta." Foringinn svaraði: „Við erum í færi." Hann var í dauðafæri. Reykurinn gaus upp úr reykháfunum, er skipið klauf öld- urriar, og nú fyllti það alveg út í sjónpíp- una. Hvítmáluð yfirbyggingin ljómaði eins og viti. Hann gat ekki misst marks. / 2 Föstudaginn síðasta dag aprílmánaðar 1915 stigu Charles A. Plamondon og kona hans, Mary, úr lestinni á Pennsylvania brautarstöðinni í New York. Hann var fremur feitlaginn maður, ættaður frá Mið- vesturríkjunum, um það bil 58 ára að aldri og önnum kafinn maður. Hann þurfti að hitta ýmsa menn, og daginn eft- ir skyldi hann halda af landi brott — með Lusitaniu. „Góðan . daginn, Am,“ sagði hann við son sinn, Ambrose, sem stundaði nám í lögfræði við Columbia háskólann og kom beint frá herbergi sínu við Furnald Hall. „Hvernig líður barninu?" spurði Am. Faðir hans, senr var forseti A. Plamon- don-félagsins, vélsmiðju í Chicago, hafði Irestað för sinni um tvær vikur, rneðan hann beið eftir því, að nýtt barnabarn hans sæi dagsins ljós. Og hún hafði verið skýrð Blanche. Hann hafði þegar orðið af tveim ferðum. Honum fannst frestur á illu beztur, því að honum féll ekki að ferðast á sjó. Hann taldi sjálfan sig heimsins versta sjómann, og það var af brýnni nauðsyn einni saman, að hann tók sig upp frá ágætu heimili sínu niður við vötnin við norðanverða Chicago-borg. Áfengisbannið var um það bil að ganga í gildi, og Plamondon neyddist þess vegna til að leita markaða í Evrópu fyrir ölgerð- arvélar sínar. Hann átti að hitta fulltrúa frá Guinness Stout félaginu í Dublin í Liverpool. Plamondon bað konu sína koma með sér, því að hann ætlaði að gera þetta að hressingarferð um leið. Sólin glampaði í rykmettuðu loftinu og varpaði geislum sínum á steinlagða göt- una. Hér var heitara en við Midiigan vatn, og verksmiðjueigandinn ýtti dökk- um stráhattinum aftur á hnakkann. Hann spurðist frétta frá stríðinu og Am sagði honum, að Bretar hefðu hrundið árásuin

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.