Nýtt S.O.S. - 01.02.1957, Blaðsíða 8
8 Nýtt S. O. S.
ur athafnalaust, kostar útgerðina talsvert
fé.
Dörthe Oldendorff, sem er gufuskip, fer
á undan. Hún er gamalt skip, i>yggð árið
1909, hefur sem sé fjóra áratugi að haki.
Vél hennar hefur aðeins 850 liestöfl, svo
hámarkshraði skipsins er aðeins 9 sjó-
mílur.
Irena Oldendorff fer um 11 sjómílur á
klukkustund. Hægt fer hún fraiú úr hinu
skipinu á bakborða. Ehrtmann skipstjóra
virðist svo sem Dörthe Oldendorff fari
aðeins með hálfri ferð, eins og skipstjórinn
hikaði við að taka upp baráttuna við úfinn
Norðursjóinn. Að því er virðist hefur
hann tekið þá ákvörðun að skora ekki ör-
lögin á hólm, heldur láta skynsemina ráða
og kasta akkerum á skipalæginu í Bork-
um.
Slíkt hið sama hefði Ehrtmann trúlega
gert, hefði hann verið skipstjórinn á
Dörthe Oldendorff. En hann hrósar happi,
að liafa nú nýtt og traust skip til umráða.
Þegar komið er út á opið haf um mið-
nætti er skipið statt þvert af Borkum-vit-
anum, og Jrá sannar Irena Oldendorff enn
einu sinni, að hún er gott sjóskip. Sjólagið
er illt, stuttar og krappar öldur, en Jrað
er eins og skipið hristi þær af sér, hverja
af annarri.
Og seinna, er fyrstu brotsjóirnir fossa yf-
ir þilfarsfarminn, rís það að vísu mikið
að frainan, en hreyfingar þess eru næstum
fjaðurmagnaðar og Jiað lætur vel að stjórn.
I»að virðist Jiví ástæðulaust að kvíða neinu.
Nú sést vitaljósið í Borkum-West. Frá
.merkjastaðnum sést stöðugt rautt ljós.
bað er aðvörun um storm!
Væri ekki viti meira að halda inn á
skipaleguna í Borkum?
Ehrtmann skipstjóri ætlar að bíða eftir
næstu veðurfréttum.
KI. i eftir miðnætti, 31. desember 1951,
tilkynnir útvarpsþulurinn í vestur-J)ýzka
útvarpinu: Veðurspá fyrir þýzka flóann til
kl. 12 á hádegi: Veðurhæð vestan 8, með
storm og regnskúrum, minnkar heldur er
á daginn líður.
— Nú, jæja, tautaði Ehrtmann skipstjóri
fyrir munni sér. Þar með er allur vafi tek-
inn af. Irena Oldendorff mun ekki leggjast
við festar, heldur halda áfram ferð sinni.
Hafnsögumaðurinn lætur ekki uppi
hvað hann hugsar um [)á ráðagerð. Hann
ér ekki skipstjórinn. heldur leiðsögumað-
ur til Hubertgat. Þar bíður hafnsöguskip-
ið „Borkum", er tekur hafnsögumennina
frá borði, en skipin sigla á brott. Ef Ehrt-
mann skipstjóri er staðráðinn í að halda
áfram, Jró brotsjóirnir gangi öðru hvoru
yfir Jrilfarið, þá hann um það, hann ber
ábyrgðina. Glienke hafnsögumaður hefur
varað hann við og Jrar með gert skyldu
sína. Meira getur hann ekki gert.
Hann fær ekki heldur við því gert, að
hann verður, gegn vilja sínum að fara með
skipinu, vegna Jæss að ófært er að komast
í land.
Klukkan 3,30 er skipið statt móts við
vitann í Hubertgat. Þar liggur hafnsögu-
skipið. En þá er sjólagið orðið svo vont,
að það væri hreinn lífsháski að hætta sér
út á bátnum.
Nú blossa morsljósin á „Borkum“. Það