Nýtt S.O.S. - 01.02.1957, Blaðsíða 28

Nýtt S.O.S. - 01.02.1957, Blaðsíða 28
28 Nýtt S. O. S. áruum. Stór borg og reykmettuð í Lan- cashire, í aðal bómullarvefnaðarhéraði heimsins. ....Eg sé krysantemumar í glugg- anum í húsi móður minnar, og kvöld ljósið liangir yfir eldavélinni að loknu dagsverki, og hún bjó til te handa okkur. ..... Eg finn mjúkan kolailminn og þokuna, sem berst ut- an frá írska hafinu, vinnulúið fólk, dökk húsin, þar sem það skundar út um garðsliliðið á veturna, óhrein börnin í tötrum, biðraðirnar, er í harðbakkann sló hjá vefstofunum. Elisabet Duckworth var að fara þangað atfur, af því að hún var gripin heimþrá. Hún hefði ekkert skeytt um það, þótt tengdasonur Iiennar hefði sagt henni, að það væri hættulegt að sigla yfir til Eng- Iands. Hún hafði aldrei látið aðra ráða fyrir sér, og nú, við 52 ára aldur, var of seint að breyta því. Það var ekki svo Iét.t- bært að missa eiginmann sinn...... og svo annan. Henni var orðið vel heitt, er vagninn kom til New London, og hún óskaði þess, að hún hefði verið í léttari bómullarkjól — ekki þessu dökka, sterka lit með kraga upp í háls. Hún losaði um böndin á strá- hattinum og lagði hann í kjöltu sína. Á járnbrautarstöðinni í New London leit hún enn einu sinni á dýrmætan far- miða sinn — íarseðil á öðru farrými á Lusitaniu — og lét hann svo aftur niður í handtöskuna sína, sem hún lokaði vand- lega. Svo keypti hún fanniða aðra leið i glugganum, þar sem stóð New York, New Haven og Hartford — 3,04 — 3 dollarar, 4 cent. Innan lítillar stundar var bjöllum hringt á eimreiðinni. Hún brunaði fyrir hornið niður hafnarbakkann í New Lond- on og stöðvaðist við brautarpallinn. Elísa- bet rogaðist með fyrirferðamikinn farang- ur sinn upp í lestina. Er hún var komin upp í rykugan vagn- inn og setzt í flosmjúkt sætið, hallaði hún sér aftur, hneppti frá sér hálsmálinu, fór í handtöskuna og dró upp brauðsneiðar með svínakjöti á, en þær hafði Bill smurt. Bros leið um varir henni. Hún gat næst- um því fundið ilminn af verksmiðjureykn- um í Blackburn. Meðan Elísabet Duckworth sat að snæð- ingi, var lítil fjölskylda að snæða hádegis- verð í Gotham Hóteli í New York, í þjak- andi andrúmslofti þess staðar, þar voru húsgögn frá Victoria-tímanum. Þetta voru Allen D. Loney, kona hans og Virginia Bruce, dóttir þeirra, fjórtán ára að aldri. Loney var Bandaríkjamaður, sem hafði setzt að í Englandi. Þótt hann væri góður félagi í veiðimannafélaginu, var nú orð- ið nokkuð langt síðan hann hafði att hund um yfir ekrurnar handan við turna Nortli- ampton-borgar. Nú ók hann bifreið í E'rakklandi fyrir Rauða krossinn. Frú Loney, sem einnig var bandarísk, hafði komið aftur til Bandaríkjanna af heimþrá. Er hún var tekin að þrá Allen enn meira, kom hann til New York til að fara með. henni og dóttur þeirra aftur til Northampton. Hann var hæstánægður með tilveruna. Fyrir nú utan það að hitta fjölskyldu sína aftur átti hann sjóferð fyrir höndum, hvíldarferð, stutt frá þeim hættum, er voru samfara því að starfa út undir fremstu víg- línu, þar sem fallbyssukúlur gætu þyrlað mönnum inn í eilífðina á hverri stundu. Virginia Bruce var í sjöunda liimni yfir

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.