Nýtt S.O.S. - 01.02.1957, Blaðsíða 34

Nýtt S.O.S. - 01.02.1957, Blaðsíða 34
34 Nýtt S. (). S.------ hann leit yfir farþegahópinn, sem gekk upp landgongubi úna. Hann lagði áher/Iu á það, að rnginn hefði afturkallað farmiða- pöntun. Alexander Campbell, aðalframkvannda- stjóri John Dewar & Sons, London, en það fyrirtæki framleiddi whisky, tók undir orð Sumners, um leið og hann gekk um borð. „Þetta er óttalega heimskulegt," sagði hann glaðlega, um leið og hann lagfaerði flókahatt sinn. „Það er sama, hvaða ríkis- stjóin á í hlut. Það er ólíklegt, að þý/.kí sendihetrann hafi skrifað þessa auglýsingu. Lusitania kemst undan hvaða kalTráti sem er í eigu Þjóðverja og brezka flotamála- ráðuneytið mun sjá um, að fylgzt sé með ferðum skipsins, er það kemur á hættu- svæðin við írjandsstrendur.“ Justus Forman hraðaði sér um borð. Leigubíllinn hans hafði tafizt í timferð- inni um morguninn. og hann var farinn að óttast, að hann næði ekki í tæka tíð. Augsýnilega \ar hann undrandi á því, að brottför hafði tafizt og svaraði spuming- um fréttaritara um það, hvort hann óttað- ist kafbáta, stuttur í spuna: ,,Eg hef engan tíma til að hugsa um smámuni.“ Hann fró niður í klefa sínn. Forinan \ar ekki einn um það að láta óttann við kafbátana sem vind um eyru þjpta. Sir Hugh Lane, listgagnrýnandi og fyrrum forstöðumaður Listasafnsins írska, gat um lítið annað talað en samning um að mála rnynd af Sargent, en það hafðí hann unnið í happdrætti Rauða krossíns. „Eg hef nú þegar beðið fegurstu konu Englands um að sitja fyrir hjá málaran- um," sagði hann við fréttamennina. Georg A. Kessler, vínsali í New York, með rnikið, svart skegg, hafði meðferðis m milljónir dala í hlutabréfum og skulda- bréfum. Hann hafði í huga nokkra fjár- festingu á næstunni, og hann kynni að þurfa á fé að halda í skyndi. Hann var einmitt þess konar maður, að hann kaus að hafa eigur sínar í augsýn eða við hend- ina. „S\'ona er það miklu öruggara," sagði hann við brytann, James MacCubbin. Jafnframt trúði MacCubbin „kampavíns- kónginum" lyrir því, að þetta væri síðasta ferð hans. Hann ætlaði að hætta sigling- um ’Og setjast að á búgarði, sem hann hafði nýlega keypt nálægt Golders Green. Elisabetli Duckworth slapp við frétta- mennina og brauzt rauðleit í andliti upp gangveginn, hún hafnaði allri hjálp. Aðra töskuna hafði hún fyrir framan sig, hina íyrir aftan sig. Elisabeth lenti í klemmu milli stritandi kanadiskra sjálfboðaliða, sem voru að fara í stríðið. (ilitrandi ein- kennisbúningar sáust á öllum farrýmum, en sumir voru með einkennisbúningana í töskunum og klæddust venjulegum fatn- aði. Laust eftir kl. 10, er landfestar hefðu átt að vera leystar, en farmur og farangur var enn að koma um borð, höfðu blaða- mennirnir innikróað þrjá menn á skemmtiþilfarinu. Það voru Turner, skip- herra, Vanderbilt og Charles Frohman, leikstjórinn. Frohman, sem var bæklaður, varð að styðja sig við staf. Allmörg af leikritum þeim, er hann hafði sett á svið, gengu enn í leikhúsum borgarinnar, þar á með- al það, sem Vanderbilt hafði séð. Eitt hið vinsælasta var Skugginn, með Ethel Barry- more, sem nýlega var flutt frá Broadway til Boston. Framhald í næsta hefti.

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.