Nýtt S.O.S. - 01.07.1959, Qupperneq 4

Nýtt S.O.S. - 01.07.1959, Qupperneq 4
4 Nýtt S O S segja frá því, að ég hef góða áhöfn og piltarnir hafa sannarlega staðið sig vel.“ Á eftirfarandi blaðsíðum verður sagan skráð af þessari hörðu baráttu sjómann- anna á Adolf Leonhardt. Hún sýnir, hverju mennirnir stundum fá áorkað, sem berjast við æstar höfuðskepnurnar, ef þeir eru samstilltir sem einn maður. Slíkar sög- ur verða varla sagðar af „manninum í landi.“ * * * Adolf Leonhardt lestaði steinkol i Nor- folk 16. desember 1951. — 1. stýrimaður og yfirvélstjóri gengu úr skugga um, að allt væri í fullkomnu lagi um borð. Lok- ur allar voru vel þéttar. Dœlur voru reynd- ar. Þcer voru í bezta lagi. Hleðsla i lestir var framkvæmd undir eftirliti fagmanns og fyllsta öryggis gœtt i hvivetna. Frá lestarhlerum var 'gengið tryggilega. Allir um borð voru við beztu heilsu. Skipsskjöl, framskrá og skipshafnarskrá i fullkomnu lagi. Ncegar birgðir af drykkjarvatni, matvæl- um og öðru því, sem til nauðsynja má telja á ferð yfir úthaf. Björgunartæki voru samkvæmt settum reglum. Skipinu á þvi ekki að verða neitt að vanbúnaði að gegna þvi hlutverki, að flytja farminn (kol) til ákvörðunarstaðar- ins, sem er Bremen i Þýzkalandi. Siðasta bátaæfing fór fram 10. október 1951; sið- asta slökkviliðsæfing 11. október." Þetta er skrifað í skipsdagbók Adolf Leonhardt þegar lagt var upp í ferðina yfir Atlantshafið. Og nú er 18. desember 1951. Klukkan er 3,48 að morgni. Fyrir stundu hafði stýrimaðurinn skrif- að í dagbókina: „Siglum framhjá vitaskiþinu Chesepeake i 0,5 sjómilna fjarlægð." Þá er hafin ferðin yfir úfið og vetrar- grátt Atlantshafið. Vélar munu knúnar með fullum krafti marga daga og dimm- ar nætur, ýmist í veðurblíðu eða stormi, kannske rigningu eða snjókomu. Um það veit enginn fyrirfram. En áfram verður haldið unz ákvörðunarstað er náð: Bremen í Þýzkalandi. Wiese skipstjóri gengur inn í kortaklef- ann. Hann stendur gleiðfættur fyrir fram- an kortaborðið. Skipsdagbókin liggur op- in á borðinu. Hann rennir augunum enn einu sinni yfir fyrstu bókunina. Skipstjorinn er reyndur sjóntaður og hann veit vel, að allt hefur verið gert, sem í mannlegu valdi stendur, til þess að skip, farmur og menn megi ná sínum á- kvörðunarstað giftusamlega. En liann veit líka að á þessum tíma árs liggja hætturn- ar í leyni. Það niá búast við stormum og stórsjó á Atlantshafinu, himinháum öld- um og brotsjóum, sem jafnvel hin traust- byggðustu skip nútímans fá ekki staðizt. Veðurfréttirnar eru allt annað en upp- örfandi þessa síðustu daga. Wiese skip- stjóri les þær enn einu sinni: Stormur! Sami stormurinn á öllu Atlantshafinu! Ein lægðin tekur við af annari. Það er engu líkara en veðurguðirnir liafi gert með sér samtök um, að hindra allar siglingar á Norður-Atlantshafinu. Næstum daglega heyrast SOS-köll, hjálp- arbeiðnir frá skipum, tilkynningar um slys og skipbrot. Wiese skipstjóri leggur blaðið með veð- urfréttunum til hliðar og lokar skipsdag- bókinni. Hann varpar öndinni mæðulega. Þá gengur hann inn í brúna og tekur sér stöðu við hlið stýrimanns þess, er stjórn- aði vaktinni. Þeir horfa á, hve stafn skips-

x

Nýtt S.O.S.

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.