Nýtt S.O.S. - 01.07.1959, Qupperneq 12

Nýtt S.O.S. - 01.07.1959, Qupperneq 12
12 Nýtt S O S ur. Þeir geta snúið hjólinu að vild. Engin fyrirstaða. „í guðanna bænum, skipstjóri,“ stundi stýrimaðurinn. Wiese skipstjóri segir enn ekki orð. Hann tekur enn einu sinni í hjólið. „Já, stýrisbilun." Það er ekki um að villast, hvað að er, en hann hefur ekki mörg orð lun það'. Hugsanirnar þjóta gegnum heila hans. Hann þarf aðeins örfáar sekúndur til þess, að taka þá ákvörðun, sem skynsamlegust er eins og nú er komið. Hann veit ofurvel, að stjórnlaust skip í ofviðri á Atlantshafi að vetrarlagi, get- ur undir flestum tilfellum þýtt tafllok, að skip og menn sé búið að vera. Það skiptir ekki löngum togum, að Ad- olf Leonhardt slær undan og liggur brátt flatur fyrir áföllum. Mikill hnútur rís við skipið aftanvert. Hann veltir sér yfir þil- far og lúgur með feiknaafli. Við stjórnborðssíðu skipsins verður loks nokkur mótstaða. Járnh'urðin, er skipstjór- inn lét loka af öryggisástæðum, lætur und- an mörg hundruð tonna þunganum, eins og væri hún pappírsblað. Og auðvitað var ekki að sökum að spyrja um tréhurðina, sem járnhurðin átti að vernda. Hún splundraðist eins og eldspýtustokkur. Jafnvel bátaþilfarið fór ekki varhluta af þessum ósköpum. Þó hátt væri, hefur þessi feiknasjór sleikt um það. Hann hef- ur rifið bátana úr gálgunum og kastað þeim upp að vélarreisninni. Bátarnir! Bátarnir komnir svona! En að athuguðu máli gerir ekki svo mikið til um bátana; þeir koma áreiðan- lega ekki að gagni í þessum sjávarofsa. Sjórinn fossar niður í skipið, meðal annars í káetur áhafnarinnar. Þar er ekki hægt að hafast við fyrst um sinn. Þrátt fyrir sinn firnakraft hefur brot- sjórinn ekki megnað að ráða niðurlöguni Adolfs Leonhardt. Ekki ennþá. En verður aftur reftt til höggs, og þá kannske enn þyngra? Eða var kannske hægt að vona, að þetta hefði verið stærsta og mesta ólagið? Adolf Leonhardt liggur sæmilega í sjó þrátt fyrir allt. Hann liggur að vísu þvert fyrir vindi og sjó, en er þó ofansjávar. Skipstjórinn athugar lauslega hversu miklar skemmdir hafa orðið, er sjórinn reið yfir skipið. Að þeirri athugun lokinni snéri hann sér að stýrimanninum: „Sjáið um, að mikilli olíu verði dælt í sjóinn og það tafarlaust!" Það hvín í eimflautunni. Háseti þýtur upp í brúna. Stýrimaðurinn gefur honum nauðsynlegar fyrirskipanir, fáorðar, en skýTar. Hásetinn bíður ekki boðanna, en skundar niður án tafar. Hann kallar á fé- laga sína og þeir hefjast þegar handa, að framkvæma fyrirskipanir yfirmannanna. Öllum er ljóst, að úr þessu verður skjótt skorið úr um örlög þeirra skipsfélaganna. Svona getur skipið ekki haldizt lengi ofan- sjávar. Wiese skipstjóri vill vita, hvaða orsakir liggja til bilunarinnar á stýrinu. Fyrsti stýrimaður býðst til að gera bráðabirgðaathugun á skemmdunum á- samt nokkrum hásetum. Hver einasti maður um borð er að einhverju starfi. Fyrir löngu hafði frívaktin verið kölluð á þilfar. Nú er aðstaðan svo ógnvænleg, að ekki veitir af, að hver einasti maður geri sitt bezta. Fyrsti stýrimaður fer við annan mann að atliuga hvað orsakað hafi bilunina á stýrinu.

x

Nýtt S.O.S.

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.