Nýtt S.O.S. - 01.07.1959, Síða 17

Nýtt S.O.S. - 01.07.1959, Síða 17
Nýtt S O S 17 * * * Þessa illveðursdaga á Norður-Atlants- hafinu iiafa margar skipshafnir orðið her- fang dauðans, sem liggur í leyni í djúpi hafsins. Eitt þeirra skipa, er háði þá hörðu glímu, var Jrýzka skipið „Traunstein“, eign Bremen-Roiand-skipafélagsins. Loft- skeytamaðurinn víkur ekki frá tækinu. Hann hefur nú verið samfleytt þrjá ára- tugi á sjótrjánum. En aldrei fyrr hefur hann á jafnskömmum tíma tekið á móti jafn mörgum neyðarköllum af hafinu. Loftskeytamaðurinn á Adolf l.eonliardt hefur sömu sögu að segja. „SOS —! Save our souls! Bjargið sálum okkar!“ hessi köll berast út í ljósvakann alla leiðina milli Ameríku og Evrópu. Loft- skeytamennirnir taka á móti þessum átak- anlegu neyðarhrópum og senda þau rétta boðleið áfram. Úti fyrir ströndum Spánar er ,,Modesta“ á reki og er mjög illa útleikin. Allur ]nl- farsfarmur skipsins hefur s(ipazt fyrir borð. Norska olíuskipið „Stryx" sendir út neyðarköll. Af því liafa brotsjóirnir sópað allri brúnni. Skipstjórinn skolaðist út með stjórnpallinum og fjórir yfirmenn skipsins aðrir. Norska olíuskipið „Ostlia\“ hefur líka sent SOS. Skipið hafði brotnað í sundur í miðju. Þessir tveir hlutar skipsins eru nú á reki og skipverjar á Jreim báðurn. Það er von um, að björgun kunni að heppnast. Á sarna tíma er brezki dráttarbáturinn ,,Turmoil“ úti fyrir Frakklandsströnd á leið til Falmouth með „Mactra" í togi, en það skip hafði orðið fyrir miklum á- föllum í veðurofsanum. í þesu veðri fórst einnig þýzka farm- skipið „Irene Oldendorf" (sjá fyrsta hefti Nýtt SOS 1957), sem fórst með allri á- höfn. Sjóslys þetta bar svo brátt að, að ekki vannst einu sinni tími til að senda út neyðarkall. Mörg fiskiskip urðu fyrir miklum áföll- um eða týndust með öllu undan strönd- um Englands, írlands og Frakklands. ,,SOS — Bjargið okkur!“ Þessi geigvæn- legu boð braka og gneista í heyrnartækj- unl loftskeytamannanna og í fjarskiptatækj- um strndgæzlustöðvanna. Og enn kemur til viðbóta eitt SOS-kall. Það kemur frá ameríska farmskipinu „Flying Enterprise.“ Það er þann 28. desember, að Jretta ameríska flutningaskip tilkynnir, statt í ofviðrinu á Atlantshafinu, að stór rifa hafi myndazt á byrðing skipsins. Áhöfn- inni var þegar í stað falið, að reyna að þétta lekastaðinn til bráðabirgða. Amerísku sjómennirnir gengu hraustlega að verki, tróðu tjörguðum yfirbreiðslum í gapandi rifuna og reirðu þær saman með stálvír. Þessi tilraun líktist Jrví einna helzt, er læknir lokar sári með klemmu. Þessbáttar \erk er kannske framkvæmanlegt á hafi úti í sæmilega sléttum sjó, en undir slík- um kringumstæðum sem þessum má það teljast frábært afrek. Flying Enterprise er með 30 gráða hliðarhalla vegna þess, að farmurinn í skipinu hefur runnið ilt í aðra hlið þess og allmikill sjór er komýnn í það. Næstu Jrrjá sólarhringana beinist athygli heimsins að Flying Enterprise og Carlsen skipstjóra. En enginn segir frá hetjulegri baráttu annarra sjómanna á fjölmörgum skipum, sem lentu í ekki minni háska, svo sem Alof Leonhardt og sænska flutn- ingaskipið „Bertil", lítið skip, aðeins 967

x

Nýtt S.O.S.

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.