Nýtt S.O.S. - 01.07.1959, Blaðsíða 19

Nýtt S.O.S. - 01.07.1959, Blaðsíða 19
Adoll Leonhardt og Flying Enterprise. Loftskeytamanninn tók sárt að geta ekki sent félaga sínum á hinu sökkvandi skipi skeyti, er hljóðaði eitthvað á þessa leið: Gefizt ekki upp! Við komum til hjálpar! En þess var enginn kostur. Skipið hans var ekki betur á vegi statt. Hann gat því ekki annað en sent neyðarkal! Ameríku- mannsins áfrarn og kallað með því önnur skip á vettvang. En svo kemur á daginn, að Adolf Leon- hardt er ekki nreð öllu hjálparvana rek- ald. Upp úr hádeginu lægði storminn nokk- uð og var þá neyðarstýrið sett við aftur. Þeir hafa ekki lengur tölu á, hve oft þeir hafa gert þessa tilraun, hvort það er í tuttugasta eða fimmtugasta sinn. En það skiptir ekki máli. En skipið lét að stjórn að nýju. Adolf Leonliardt gat nú haldið ferðinni áfram, en aðeins með fimrn hnúta hraða. Stefnan var 50 gráður. * * * Þann 29. desember var komin suðvest- an átt, svo sem 6—8 vindstig. Skipverjum fannst þetta ekki nema léttur andvari eft- ir öll ósköpin, sem voru um garð gengin. Adolf Leonhardt heldur áfram ferð sinni í áttina til heimalandsins. Ferðin gengur seint og enn er brimið mikð, ]ró veðrið hafi lasgt. Og enn fer vindurinn minkandi næsta dag. Það virðist svo, að skipverjarnir ætli að fá ríkulega umbun erfiðis síns, fyrir þrældóm, vosbúð og svefnleysi undanfar- andi sólarhringa. Sjómílu eftir sjómílu heldur skipið á- fram þótt hægt miði. Skipverjar hafa varla veitt því athygli, hvaða dagur er, unz einn hásetanna kall- ----------------------- Nýtt S O S 19 ar liátt: „Vitið þið það, strákar, að það er gamlársdagur í dag!“ Jú, alveg rétt. Gamlárskvöld í landi halda menn veizlur miklar, fagna nýja árinu með flugeldum, skotum og kampa- víni. En hvað verður til hátíðabrigða um borð í Adolf Leonhardt? Gamla árið hefur ekki kvatt ennþá. Enn eru fjórar klukkustundir til miðnættis. Wiese skipstjóri skipar, að hjálparstýrinu skuli náð inn. Hann vill ekki sigla skipi sínu mót nýja árinu í þessu ástandi. Hann þarf þess heldur ekki, því hjálpin er í nánd. Það er von á björgunarskipinu Seefalke með morgninum, samkvæmt síð- asta loftskeyti frá skipinu, en hins vegar neyddist Wotan til að snúa aftur til Fal- mouth, því liann hafði orðið fyrir skemmd- um á leið sinni til Adolfs Leonhardt. Adolf Leonliardt hefur þessa síðustu fimm sólarhringa komist af eigin ramm- leik frá 470 57’ norður og i8° 50’ vestur. Af þeirri leið hefur hann siglt 500 sjó- mílur með neyðarstýri og mátti segja, að áhöfnin liafi verið uppi hvíldarlítið allan þann tíma. Það þarf varla að taka það fram, að koma björgunrskipsins var skipverjum á Adolf Leonhart bezta nýárskveðjan. * * * Fyrsti dagur nýja ársins — 1. janúar 1952 — verður sannarlega gleðidagur. Klukkan 9,30 er lokið við að festa drátt- artaugar í Seefalke. Þá er sem þungu fargi sé af öllum létt. Raunar var miklum erfiðleikum bund- ið að koma dráttartaugunum milli skip- anna. Þá hófst ferðin með skipið í eftirdragi, og alls ekki hættulaus ferð. Ferðin var ekki

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.