Nýtt S.O.S. - 01.07.1959, Síða 29
Nýtt S O S 29
hans. Móðir hans hafði oft sungið það,
og hann mundi enn tvær Ijóðlínur, næst-
um hið eina, er hann kunni í þýzku:
„Morgenrot, Morgenrot,
leuchtest mir zum friihen Tod —“
(Morgunroði, morgunroði, lýsir mér að
deyja ungum).
Hann teygði úr sér og vildi engan bil-
bug láta á sér finna. Þetta var þvætting-
ur, þetta ljóð. Birtan þama í fjarska var
enginn morgunroði. Og vel að merkja:
Hingaðtil hafði allt gengið eins og í sögu,
hví skyldi stríðsgæfan snúa við þeim bak-
inu eftirleiðis fremur en hingað til?
Þetta var snemma morguns hinn 23.
október 1944. — Síðasti dagur kafbátsins
Tang og meginhluta áhafnar hans.
* *
*
Það var komið kvöld. Hægur vindur og
ekki sérlega úfinn sjór. Skyggni var rúm
sjómíla. Tang hafði komið upp á yfirborð-
ið fyrir tveim klukkustundum eftir að
hafa verið allan daginn neðansjávar eins
og venjulega að degi til. Siglingafræðing-
ur skipsins og yfirstýrimaðurinn tóku
miðanir á sextant. Kafbátsforinginn stóð
í brúnni og naut þess að anda að sér
fersku sjávarloftinu. Öðru hvoru skiptist
hann á nokkrum orðurn við liðsforingja
J)ann, er átti vakt í brúnni. Að öðru leyti
ríkti djúp þögn. Varðmennirnir skimuðu
í allar áttir með sjónaukum sínum. Til
hægri og vinstri \ar ekkert að heyra utan
tilbreytingarlaust gnauð haföldunnar.
Frívaktin var í fasta svefni í kojum sín-
um.
Það var sannarlega ekkert sem benti
til þess, að síðasta stund Tangs væri að
renna upp — stund tortímingarinnar.
„Við höfum nú verið tvær vikur hérna
á Formósusundinu," sagði O’Kane. „Við
höfum skotið 13 tundurskeytum. Ellefu
eigum við eftir. Ef hvert þeirra hæfir í
mark, fáum við góða veiði.“
„Já, svo framarlega, Sir,“ svaraði for-
inginn, „að við höfum ekki látið helzt
til mikið að okkur kveða hérna. Þeim
hafa auðvitað borizt fréttir af ferðum
okkar hér.“
En grunurinn um, að þeir gulu mundu
kannske flæmast í burtu reyndist ástæðu-
laus. í ratsjánni sást stór skipalest við kín-
versku ströndina. Þarna var á ferðinni
hvorki meira né minna en tylft stórra
skipa og aragrúi verndarskipa á vakki
allt um kring. Svo stóra skipalest hafði
aldrei borið fyrir augti Tang-manna.
„Hver maður á sinn stað. Við gerum
árás ofansjávar!"
Sjóliðarnir skunduðu liver á sinn stað
eins og venjulega. Kafbátsforinginn sagði
fyrir um stefnuna. Ratsjármiðanir voru
tilkynntar jafnóðum.
Ekki Ieið nú á löngu unz skipalestin
sást með berum augum. En jafnframt
skeði það, sem auðveldaði kafbátsmönnum
fyrirætlanir sínar að miklum mun: Eitt
verndarskipanna gaf merki með sterkum
ljóskastara.
„Þvílík vitfirringl“ hrópaði O’Kane.
Honum blöskraði heimska Japanans, en
var þó í rauninni hinn ánægðasti.
„Ja hérna, ef ég stjórnaði skipalestinni
mundi ég sannarlega tala yfir hausamótun-
um á honum!“
I sama bili var slökkt á ljóskastaranum.
En í ljósbjarmanum frá honum sáu
Bandaríkjamenn þrjú stór skip, tvö flutn-
ingaskip með mikla hleðslu á þilfari, en
á eftir fóru olíuskip.
„Kapteinn,” sagði liðsforinginn, sem
var á vakt, „lítið á, hvernig varðskipin
haga sér! Alveg nýtt herbragð. Þau sigla